Innlent

Öll nýfædd börn fá handprjónaða húfu

Rósa G. Bragadóttir ljósmóðir heldur á nýfæddum dreng sem fékk húfu frá Ásu Atladóttur úr stjórn Kvenfélagasambands Íslands.
Rósa G. Bragadóttir ljósmóðir heldur á nýfæddum dreng sem fékk húfu frá Ásu Atladóttur úr stjórn Kvenfélagasambands Íslands.
Öll börn sem fæðast á þessu ári munu fá handprjónaða húfu að gjöf frá Kvenfélagasambandi Íslands. Kvenfélagskonur um land allt hafa ákveðið að ráðast í þetta verkefni í tilefni af 80 ára afmæli sambandsins. Fyrstu húfurnar voru afhentar á fæðingardeild Landspítalans í vikunni.

Gert er ráð fyrir því að um fimm þúsund börn fæðist á þessu ári. Fæðingar fara fram á tíu stöðum og munu ljósmæður sem annast fæðingarnar afhenda foreldrum húfurnar. Með þessu vilja konur í kvenfélögunum senda hlýja kveðju til nýrra þjóðfélagsþegna og vekja athygli á því mikla og hljóðláta starfi sem unnið er af kvenfélögum um landið allt.

Hverri húfu mun fylgja heilla­óska­kort með nafni þeirrar konu sem hana prjónaði og nafni kvenfélagsins sem hún tilheyrir. Einnig hafa margir sem ekki tilheyra kvenfélögum boðist til að prjóna húfur. - þeb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×