Innlent

Forsetinn verði samkvæmur sjálfum sér

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er þeirrar skoðunar að forsetinn þurfi að synja lögunum staðfestingar. Mynd/ Anton.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er þeirrar skoðunar að forsetinn þurfi að synja lögunum staðfestingar. Mynd/ Anton.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ekkert annað vera í stöðunni fyrir forseta Íslands en að synja Icesave lögunum staðfestingar.

„Þó ekki væri nema til þess að vera samkvæmur sjálfum sér," segir Sigmundur Davíð. Sigmundur Davið segir að það væri betra fyrir ríkisstjórnina að forsetinn breytti þessu máli úr því að vera mál sem sundri og valdi viðvarandi óánægju í það að vera mál sem menn gætu sameinast um," segir Sigmundur.

„Við þurfum að koma þeim skilaboðum á framfæri að við viljum standa við skuldbindingar okkar en gera það af sanngirni og þannig að þjóðin geti staðið undir því," segir Sigmundur. Hann segir því að hægt sé að nota synjun forsetans og mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að skapa samstöðu innanlands en líka til þess að kynna málstaðinn erlendis.

Sigmundur Davíð segir að Framsóknarflokkurinn myndi ekki nota þetta mál gegn stjórninni ef það félli í þjóðaratkvæðagreiðslu. Raunar gæti stjórnin frekar setið ef þetta mál yrði notað sem sameiningarafl frekar en sundrungarafl








Fleiri fréttir

Sjá meira


×