Enski boltinn

Dramatískt jafntefli hjá Wigan og Hull

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Hull fagna marki Cullen.
Leikmenn Hull fagna marki Cullen.

Wigan og Hull City skildu jöfn, 2-2, er liðin mættust á heimavelli Wigan í dag.  Jöfnunarmarkið Wigan kom á síðustu sekúndum uppbótartíma leiksins.

Victor Moses kom Wigan yfir á 30. mínútu en Will Atkinson jafnaði leikinn á 42. mínútu.

Mark Cullen kom síðan Hull yfir á 64. mínútu og ekkert benti til annars en að Hull myndi vinna leikinn er Steve Gohouri jafnaði leikinn fyrir Wigan í uppbótartíma.

Hull City er þar með formlega fallið úr ensku úrvalsdeildinni en liðið var reyndar svo gott sem fallið fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×