Innlent

Þjófagengi létu greipar sópa á Suðurnesjum

Lögreglan leitar að þjófagengi sem stal talsvert af tölvum og radarvörum auk GPS-tækja sem er ígildi gulls í augum fíkla.
Lögreglan leitar að þjófagengi sem stal talsvert af tölvum og radarvörum auk GPS-tækja sem er ígildi gulls í augum fíkla.

Þjófagengi braust inn í tölvuverslun í Keflavík seint í gærkvöldi, stal þar sjö tölvum, og lét svo greipar sópa um bíla í Sandgerði.

Þar voru brotnar rúður í að minnsta kosti þremur bílum og GPS tækjum og radarvörum stolið. Talan kann að hækka eftir því sem fleiri bíleigendur ætla að grípa til bíla sinna.

Auk þess var rótað í nokkrum ólæstum bílum og einhverjum verðmætum stolið úr þeim. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum líkjast þessar aðfarir því sem gerðist í Grindavík fyrir nokkrum vikum, þegar brotist varin í sjö bíla þar og mörgum GPS og radarvörum stolið. Það mál er enn óupplýst.

Lögregla vill þó engu slá föstu um hvort tengsl eru þarna á milli. Engin hefur verið handtekinn vegna rannsóknarinnar og engin sérstakur mun enn liggja undir grun.

Í öllum tilvikunum gengu þjófarnir fumlaust til verka og voru fljótir að athafna sig. GPS staðsentingartæki munu vera einhver besti gjaldmiðill á fikniefnamarkaðnum um þessar mundir, þar sem auðvelt mun vera að koma þeim í verð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×