Innlent

Kirkjan var varnarlaus dýrgripur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
„Þetta er alveg skelfilegt. Þetta er svona varnarlaus lítill dýrgripur. Kirkjan hefur ekki verið fyrir neinum en það eru ákaflega margir sem bera hlýhug til kirkjunnar," segir Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfirði.

Krýsuvíkurkirkja, sem er 150 ára gömul, brann til kaldra kola í nótt og flest bendir til þess að kviknað hafi í henni af mannavöldum. Þó er ekki hægt að fullyrða hvort um íkveikju af mannavöldum eða um óhapp var að ræða. Kirkjan var í Hafnarfjarðarprestakalli.

„Þetta er kirkja sem margir hugsa til og mörgum þykir vænt," segir Þórhallur. Hann segir að kirkjan heyri nú undir Þjóðminjasafnið. „Við höfum messað tvisvar á ári. Það hafa alltaf verið mjög margir sem taka þátt," segir Þórhallur. Auk þess hafi kirkjan verið opin fyrir alla sem koma og gestabók hafi sýnt að ótrúlegur fjöldi hafi komið í kirkjuna. Skátar hafi til dæmis nýtt sér hana mikið.




Tengdar fréttir

Krýsuvíkurkirkja brann til grunna

Krýsuvíkurkirkja brann í nótt og er fallin. Slökkviliðsmenn úr Grindavík nutu liðsinnis félaga sinna af höfuðborgarsvæðinu við að bjarga því sem bjarga varð. Ekki hafa fengist upplýsingar um eldsupptök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×