Innlent

Fimm líkamsárásir í Reykjavík

Mynd/Anton Brink

Fimm líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Ekki er vitað til þess að þær hafi verið alvarlegar. Nóttin var nokkuð erilsöm í umdæminu án þess að stór mál hafi komi upp.

Sjö voru teknir fyrir grun um ölvunar- eða vímuakstur, þrjú eignaspjöll voru tilkynnt auk fimm innbrota og þjófnaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×