Átta af hverjum tíu Íslendingum skráðir á Facebook Atli Fannar Bjarkason skrifar 30. desember 2010 13:00 Eins og sést á þessum tölum er notkun Íslendinga á samskiptavefnum Facebook orðin miklu meiri en nokkurn hefði grunað fyrir ári síðan. „Facebook er mikið framfaraspor og síðan er oft ekki metin að verðleikum í opinberri umræðu," segir Andrés Jónsson almannatengill. Um 265.420 Íslendingar eru skráðir á Facebook. Þetta kemur fram í umfjöllun Time um Mark Zuckerberg, stofnanda samskiptasíðunnar, sem er maður ársins hjá tímaritinu. Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. desember eru Íslendingar 318.236. Það þýðir að 83 prósent þjóðarinnar hafa skráð sig á Facebook, en hlutfallið er með því hæsta í heiminum. „Stóra breytingin er sú að við erum sjálfviljug að gefa eftir persónuupplýsingar og fáum á móti aðgang að þessu tæki til þess að geta fylgst með fólki í kringum okkur," segir Andrés. „Ég kalla þetta stafræna nánd. Það er jákvætt vegna þess að nánd er alltaf góð." Notendafjöldi Facebook óx gríðarlega hratt á árinu sem er að líða. Í sumar fór fjöldi notenda á heimsvísu yfir 500 milljónir og í dag eru þeir rúmlega 580 milljónir. Íslenskir notendur voru um 150.000 í fyrra og það er því ljóst að algjör sprenging varð í fjölda íslenskra notenda á árinu. „Mér finnst þetta vera jákvæð þróun. En eins og með allar breytingar þá felur hún í sér einhverja aðlögun - tímabundna erfiðleika," segir Andrés. Þar vísar hann meðal annars í að á árinu bárust fréttir af því að Facebook sé í auknum mæli tiltekin sem ástæða hjónaskilnaða. Andrés segir vandamálið tímabundið og tekur sem dæmi að fyrstu bílarnir hafi verið hættulegri en þeir sem eru framleiddir í dag. „Ég held að Facebook muni á endanum leiða til fækkunar á hjónaskilnuðum," segir hann. „Fólk hefur betri upplýsingar í makaleitinni - líkurnar á því að hitta á hinn rétta eru meiri." Þá hafa kennarar kvartað undan því að með aukinni Facebook-notkun minnki athygli nemenda. „Facebook og sams konar félagsmiðlar hafa aukið truflun á athygli okkar," segir Andrés. „Ég held að það verði erfiðasta aðlögunin - að koma einhverju í verk með þessari sífeldu truflun."Mögnuð mynd sem Facebook sendi frá sér í byrjun desember. Hér hafa vinatengsl milli þjóða verið teiknuð inn á heimskoritið. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira
„Facebook er mikið framfaraspor og síðan er oft ekki metin að verðleikum í opinberri umræðu," segir Andrés Jónsson almannatengill. Um 265.420 Íslendingar eru skráðir á Facebook. Þetta kemur fram í umfjöllun Time um Mark Zuckerberg, stofnanda samskiptasíðunnar, sem er maður ársins hjá tímaritinu. Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. desember eru Íslendingar 318.236. Það þýðir að 83 prósent þjóðarinnar hafa skráð sig á Facebook, en hlutfallið er með því hæsta í heiminum. „Stóra breytingin er sú að við erum sjálfviljug að gefa eftir persónuupplýsingar og fáum á móti aðgang að þessu tæki til þess að geta fylgst með fólki í kringum okkur," segir Andrés. „Ég kalla þetta stafræna nánd. Það er jákvætt vegna þess að nánd er alltaf góð." Notendafjöldi Facebook óx gríðarlega hratt á árinu sem er að líða. Í sumar fór fjöldi notenda á heimsvísu yfir 500 milljónir og í dag eru þeir rúmlega 580 milljónir. Íslenskir notendur voru um 150.000 í fyrra og það er því ljóst að algjör sprenging varð í fjölda íslenskra notenda á árinu. „Mér finnst þetta vera jákvæð þróun. En eins og með allar breytingar þá felur hún í sér einhverja aðlögun - tímabundna erfiðleika," segir Andrés. Þar vísar hann meðal annars í að á árinu bárust fréttir af því að Facebook sé í auknum mæli tiltekin sem ástæða hjónaskilnaða. Andrés segir vandamálið tímabundið og tekur sem dæmi að fyrstu bílarnir hafi verið hættulegri en þeir sem eru framleiddir í dag. „Ég held að Facebook muni á endanum leiða til fækkunar á hjónaskilnuðum," segir hann. „Fólk hefur betri upplýsingar í makaleitinni - líkurnar á því að hitta á hinn rétta eru meiri." Þá hafa kennarar kvartað undan því að með aukinni Facebook-notkun minnki athygli nemenda. „Facebook og sams konar félagsmiðlar hafa aukið truflun á athygli okkar," segir Andrés. „Ég held að það verði erfiðasta aðlögunin - að koma einhverju í verk með þessari sífeldu truflun."Mögnuð mynd sem Facebook sendi frá sér í byrjun desember. Hér hafa vinatengsl milli þjóða verið teiknuð inn á heimskoritið.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira