Átta af hverjum tíu Íslendingum skráðir á Facebook Atli Fannar Bjarkason skrifar 30. desember 2010 13:00 Eins og sést á þessum tölum er notkun Íslendinga á samskiptavefnum Facebook orðin miklu meiri en nokkurn hefði grunað fyrir ári síðan. „Facebook er mikið framfaraspor og síðan er oft ekki metin að verðleikum í opinberri umræðu," segir Andrés Jónsson almannatengill. Um 265.420 Íslendingar eru skráðir á Facebook. Þetta kemur fram í umfjöllun Time um Mark Zuckerberg, stofnanda samskiptasíðunnar, sem er maður ársins hjá tímaritinu. Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. desember eru Íslendingar 318.236. Það þýðir að 83 prósent þjóðarinnar hafa skráð sig á Facebook, en hlutfallið er með því hæsta í heiminum. „Stóra breytingin er sú að við erum sjálfviljug að gefa eftir persónuupplýsingar og fáum á móti aðgang að þessu tæki til þess að geta fylgst með fólki í kringum okkur," segir Andrés. „Ég kalla þetta stafræna nánd. Það er jákvætt vegna þess að nánd er alltaf góð." Notendafjöldi Facebook óx gríðarlega hratt á árinu sem er að líða. Í sumar fór fjöldi notenda á heimsvísu yfir 500 milljónir og í dag eru þeir rúmlega 580 milljónir. Íslenskir notendur voru um 150.000 í fyrra og það er því ljóst að algjör sprenging varð í fjölda íslenskra notenda á árinu. „Mér finnst þetta vera jákvæð þróun. En eins og með allar breytingar þá felur hún í sér einhverja aðlögun - tímabundna erfiðleika," segir Andrés. Þar vísar hann meðal annars í að á árinu bárust fréttir af því að Facebook sé í auknum mæli tiltekin sem ástæða hjónaskilnaða. Andrés segir vandamálið tímabundið og tekur sem dæmi að fyrstu bílarnir hafi verið hættulegri en þeir sem eru framleiddir í dag. „Ég held að Facebook muni á endanum leiða til fækkunar á hjónaskilnuðum," segir hann. „Fólk hefur betri upplýsingar í makaleitinni - líkurnar á því að hitta á hinn rétta eru meiri." Þá hafa kennarar kvartað undan því að með aukinni Facebook-notkun minnki athygli nemenda. „Facebook og sams konar félagsmiðlar hafa aukið truflun á athygli okkar," segir Andrés. „Ég held að það verði erfiðasta aðlögunin - að koma einhverju í verk með þessari sífeldu truflun."Mögnuð mynd sem Facebook sendi frá sér í byrjun desember. Hér hafa vinatengsl milli þjóða verið teiknuð inn á heimskoritið. Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
„Facebook er mikið framfaraspor og síðan er oft ekki metin að verðleikum í opinberri umræðu," segir Andrés Jónsson almannatengill. Um 265.420 Íslendingar eru skráðir á Facebook. Þetta kemur fram í umfjöllun Time um Mark Zuckerberg, stofnanda samskiptasíðunnar, sem er maður ársins hjá tímaritinu. Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. desember eru Íslendingar 318.236. Það þýðir að 83 prósent þjóðarinnar hafa skráð sig á Facebook, en hlutfallið er með því hæsta í heiminum. „Stóra breytingin er sú að við erum sjálfviljug að gefa eftir persónuupplýsingar og fáum á móti aðgang að þessu tæki til þess að geta fylgst með fólki í kringum okkur," segir Andrés. „Ég kalla þetta stafræna nánd. Það er jákvætt vegna þess að nánd er alltaf góð." Notendafjöldi Facebook óx gríðarlega hratt á árinu sem er að líða. Í sumar fór fjöldi notenda á heimsvísu yfir 500 milljónir og í dag eru þeir rúmlega 580 milljónir. Íslenskir notendur voru um 150.000 í fyrra og það er því ljóst að algjör sprenging varð í fjölda íslenskra notenda á árinu. „Mér finnst þetta vera jákvæð þróun. En eins og með allar breytingar þá felur hún í sér einhverja aðlögun - tímabundna erfiðleika," segir Andrés. Þar vísar hann meðal annars í að á árinu bárust fréttir af því að Facebook sé í auknum mæli tiltekin sem ástæða hjónaskilnaða. Andrés segir vandamálið tímabundið og tekur sem dæmi að fyrstu bílarnir hafi verið hættulegri en þeir sem eru framleiddir í dag. „Ég held að Facebook muni á endanum leiða til fækkunar á hjónaskilnuðum," segir hann. „Fólk hefur betri upplýsingar í makaleitinni - líkurnar á því að hitta á hinn rétta eru meiri." Þá hafa kennarar kvartað undan því að með aukinni Facebook-notkun minnki athygli nemenda. „Facebook og sams konar félagsmiðlar hafa aukið truflun á athygli okkar," segir Andrés. „Ég held að það verði erfiðasta aðlögunin - að koma einhverju í verk með þessari sífeldu truflun."Mögnuð mynd sem Facebook sendi frá sér í byrjun desember. Hér hafa vinatengsl milli þjóða verið teiknuð inn á heimskoritið.
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira