Getur skapað fordæmi fyrir aðra en kjörna fulltrúa 30. desember 2010 12:09 Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúi í Kópavogi Lagastofnun Háskóla Íslands telur að fordæmi geti skapast fyrir aðra en kjörna fulltrúa að fá lögfræðikostnað sinn greiddan úr bæjarsjóði, nái tillaga meirihluta Kópavogsbæjar þess efnis fram að ganga. Það gæti skapað umtalsverðan kostnað fyrir Kópavogsbæ. Meirihlutinn í Kópavogi vill að bæjarsjóður greiði 600 þúsund króna lögfræðikostnað þriggja bæjarfulltrúa vegna meiðyrðamáls sem Frjáls miðlun höfðaði gegn þeim. Þessu greindum við frá í kvöldfréttum í gær. Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúar í Kópavogi voru sýknuð í meiðyrðamáli sem fyrirtækið Frjáls miðlun höfðaði vegna ummæla þeirra í blaðagrein um spillingu í viðskiptum bæjarins við fyrirtækið. Málsbæturnar sem þeim voru dæmdar duga ekki fyrir málskostnaði og var því lögð fram sú tillaga að bæjarsjóður greiddi mismuninn. Lagastofnun Háskóla Íslands telur að slík heimild geti skapað umtalsverðan kostnað fyrir bæjarsjóð í samræmi við jafnræðisreglu stjórnsýslulaganna. Fordæmi skapist fyrir aðra en kjörna fulltrúa að fá lögfræðikostnað sinn greiddan úr bæjarsjóði, þeirra sem hafa farið í mál við Kópavogsbæ. Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segist ekki óttast það. „Nei, vegna þess að langflestir eru með málskostnaðartryggingu inn í sinni heimilistryggingu sem ná yfir öll svona venjuleg mál. Þetta er eitthvað sem kemur inn í okkar starf sem bæjarfulltrúar á vegum bæjarins og við þurfum að fá tryggingu fyrir því að við getum sagt það sem við þurfum að segja án þess að þurfa að reiða fram stórar upphæðir í framhaldinu persónulega." Tengdar fréttir Vilja að bæjarbúar borgi reikninginn Meirihluti bæjarráðs í Kópavogi vill að bæjarsjóður greiði sex hundruð þúsund króna lögfræðikostnað þriggja bæjarfulltrúa vegna meiðyrðamáls sem Frjáls miðlun höfðaði gegn þeim. Einn bæjarfulltrúanna segir eðlilegt að bærinn greiði kostnaðinn, því hann komi til vegna starfa þeirra fyrir Kópavog. 29. desember 2010 18:30 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Lagastofnun Háskóla Íslands telur að fordæmi geti skapast fyrir aðra en kjörna fulltrúa að fá lögfræðikostnað sinn greiddan úr bæjarsjóði, nái tillaga meirihluta Kópavogsbæjar þess efnis fram að ganga. Það gæti skapað umtalsverðan kostnað fyrir Kópavogsbæ. Meirihlutinn í Kópavogi vill að bæjarsjóður greiði 600 þúsund króna lögfræðikostnað þriggja bæjarfulltrúa vegna meiðyrðamáls sem Frjáls miðlun höfðaði gegn þeim. Þessu greindum við frá í kvöldfréttum í gær. Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúar í Kópavogi voru sýknuð í meiðyrðamáli sem fyrirtækið Frjáls miðlun höfðaði vegna ummæla þeirra í blaðagrein um spillingu í viðskiptum bæjarins við fyrirtækið. Málsbæturnar sem þeim voru dæmdar duga ekki fyrir málskostnaði og var því lögð fram sú tillaga að bæjarsjóður greiddi mismuninn. Lagastofnun Háskóla Íslands telur að slík heimild geti skapað umtalsverðan kostnað fyrir bæjarsjóð í samræmi við jafnræðisreglu stjórnsýslulaganna. Fordæmi skapist fyrir aðra en kjörna fulltrúa að fá lögfræðikostnað sinn greiddan úr bæjarsjóði, þeirra sem hafa farið í mál við Kópavogsbæ. Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segist ekki óttast það. „Nei, vegna þess að langflestir eru með málskostnaðartryggingu inn í sinni heimilistryggingu sem ná yfir öll svona venjuleg mál. Þetta er eitthvað sem kemur inn í okkar starf sem bæjarfulltrúar á vegum bæjarins og við þurfum að fá tryggingu fyrir því að við getum sagt það sem við þurfum að segja án þess að þurfa að reiða fram stórar upphæðir í framhaldinu persónulega."
Tengdar fréttir Vilja að bæjarbúar borgi reikninginn Meirihluti bæjarráðs í Kópavogi vill að bæjarsjóður greiði sex hundruð þúsund króna lögfræðikostnað þriggja bæjarfulltrúa vegna meiðyrðamáls sem Frjáls miðlun höfðaði gegn þeim. Einn bæjarfulltrúanna segir eðlilegt að bærinn greiði kostnaðinn, því hann komi til vegna starfa þeirra fyrir Kópavog. 29. desember 2010 18:30 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Vilja að bæjarbúar borgi reikninginn Meirihluti bæjarráðs í Kópavogi vill að bæjarsjóður greiði sex hundruð þúsund króna lögfræðikostnað þriggja bæjarfulltrúa vegna meiðyrðamáls sem Frjáls miðlun höfðaði gegn þeim. Einn bæjarfulltrúanna segir eðlilegt að bærinn greiði kostnaðinn, því hann komi til vegna starfa þeirra fyrir Kópavog. 29. desember 2010 18:30