Getur skapað fordæmi fyrir aðra en kjörna fulltrúa 30. desember 2010 12:09 Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúi í Kópavogi Lagastofnun Háskóla Íslands telur að fordæmi geti skapast fyrir aðra en kjörna fulltrúa að fá lögfræðikostnað sinn greiddan úr bæjarsjóði, nái tillaga meirihluta Kópavogsbæjar þess efnis fram að ganga. Það gæti skapað umtalsverðan kostnað fyrir Kópavogsbæ. Meirihlutinn í Kópavogi vill að bæjarsjóður greiði 600 þúsund króna lögfræðikostnað þriggja bæjarfulltrúa vegna meiðyrðamáls sem Frjáls miðlun höfðaði gegn þeim. Þessu greindum við frá í kvöldfréttum í gær. Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúar í Kópavogi voru sýknuð í meiðyrðamáli sem fyrirtækið Frjáls miðlun höfðaði vegna ummæla þeirra í blaðagrein um spillingu í viðskiptum bæjarins við fyrirtækið. Málsbæturnar sem þeim voru dæmdar duga ekki fyrir málskostnaði og var því lögð fram sú tillaga að bæjarsjóður greiddi mismuninn. Lagastofnun Háskóla Íslands telur að slík heimild geti skapað umtalsverðan kostnað fyrir bæjarsjóð í samræmi við jafnræðisreglu stjórnsýslulaganna. Fordæmi skapist fyrir aðra en kjörna fulltrúa að fá lögfræðikostnað sinn greiddan úr bæjarsjóði, þeirra sem hafa farið í mál við Kópavogsbæ. Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segist ekki óttast það. „Nei, vegna þess að langflestir eru með málskostnaðartryggingu inn í sinni heimilistryggingu sem ná yfir öll svona venjuleg mál. Þetta er eitthvað sem kemur inn í okkar starf sem bæjarfulltrúar á vegum bæjarins og við þurfum að fá tryggingu fyrir því að við getum sagt það sem við þurfum að segja án þess að þurfa að reiða fram stórar upphæðir í framhaldinu persónulega." Tengdar fréttir Vilja að bæjarbúar borgi reikninginn Meirihluti bæjarráðs í Kópavogi vill að bæjarsjóður greiði sex hundruð þúsund króna lögfræðikostnað þriggja bæjarfulltrúa vegna meiðyrðamáls sem Frjáls miðlun höfðaði gegn þeim. Einn bæjarfulltrúanna segir eðlilegt að bærinn greiði kostnaðinn, því hann komi til vegna starfa þeirra fyrir Kópavog. 29. desember 2010 18:30 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
Lagastofnun Háskóla Íslands telur að fordæmi geti skapast fyrir aðra en kjörna fulltrúa að fá lögfræðikostnað sinn greiddan úr bæjarsjóði, nái tillaga meirihluta Kópavogsbæjar þess efnis fram að ganga. Það gæti skapað umtalsverðan kostnað fyrir Kópavogsbæ. Meirihlutinn í Kópavogi vill að bæjarsjóður greiði 600 þúsund króna lögfræðikostnað þriggja bæjarfulltrúa vegna meiðyrðamáls sem Frjáls miðlun höfðaði gegn þeim. Þessu greindum við frá í kvöldfréttum í gær. Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúar í Kópavogi voru sýknuð í meiðyrðamáli sem fyrirtækið Frjáls miðlun höfðaði vegna ummæla þeirra í blaðagrein um spillingu í viðskiptum bæjarins við fyrirtækið. Málsbæturnar sem þeim voru dæmdar duga ekki fyrir málskostnaði og var því lögð fram sú tillaga að bæjarsjóður greiddi mismuninn. Lagastofnun Háskóla Íslands telur að slík heimild geti skapað umtalsverðan kostnað fyrir bæjarsjóð í samræmi við jafnræðisreglu stjórnsýslulaganna. Fordæmi skapist fyrir aðra en kjörna fulltrúa að fá lögfræðikostnað sinn greiddan úr bæjarsjóði, þeirra sem hafa farið í mál við Kópavogsbæ. Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segist ekki óttast það. „Nei, vegna þess að langflestir eru með málskostnaðartryggingu inn í sinni heimilistryggingu sem ná yfir öll svona venjuleg mál. Þetta er eitthvað sem kemur inn í okkar starf sem bæjarfulltrúar á vegum bæjarins og við þurfum að fá tryggingu fyrir því að við getum sagt það sem við þurfum að segja án þess að þurfa að reiða fram stórar upphæðir í framhaldinu persónulega."
Tengdar fréttir Vilja að bæjarbúar borgi reikninginn Meirihluti bæjarráðs í Kópavogi vill að bæjarsjóður greiði sex hundruð þúsund króna lögfræðikostnað þriggja bæjarfulltrúa vegna meiðyrðamáls sem Frjáls miðlun höfðaði gegn þeim. Einn bæjarfulltrúanna segir eðlilegt að bærinn greiði kostnaðinn, því hann komi til vegna starfa þeirra fyrir Kópavog. 29. desember 2010 18:30 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
Vilja að bæjarbúar borgi reikninginn Meirihluti bæjarráðs í Kópavogi vill að bæjarsjóður greiði sex hundruð þúsund króna lögfræðikostnað þriggja bæjarfulltrúa vegna meiðyrðamáls sem Frjáls miðlun höfðaði gegn þeim. Einn bæjarfulltrúanna segir eðlilegt að bærinn greiði kostnaðinn, því hann komi til vegna starfa þeirra fyrir Kópavog. 29. desember 2010 18:30