Vilja að bæjarbúar borgi reikninginn Sigríður Mogensen skrifar 29. desember 2010 18:30 Meirihluti bæjarráðs í Kópavogi vill að bæjarsjóður greiði sex hundruð þúsund króna lögfræðikostnað þriggja bæjarfulltrúa vegna meiðyrðamáls sem Frjáls miðlun höfðaði gegn þeim. Einn bæjarfulltrúanna segir eðlilegt að bærinn greiði kostnaðinn, því hann komi til vegna starfa þeirra fyrir Kópavog. Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúar í Kópavogi voru sýknuð í meiðyrðamáli sem fyrirtækið Frjáls miðlun höfðaði vegna ummæla þeirra í blaðagrein um spillingu í viðskiptum bæjarins við fyrirtækið. Annar eigenda Frjálsrar miðlunar er dóttir Gunnars Birgissonar, fyrrverandi bæjarstjóra. Á þorláksmessu lagði meirihluti Kópavogsbæjar fram þá tillögu í bæjarráði að bæjarsjóður greiði lögfræðikostnað fyrir bæjarfulltrúanna þrjá. Málsbæturnar sem þeim voru dæmdar duga ekki fyrir málskostnaði og munar þar um 6 til 800 hundruð þúsund krónur. Hafsteinn Karlsson segir eðlilegt að bærinn greiði kostnaðinn því bæjarfulltrúarnir hafi með afskiptum af málinu verið að verja hagsmuni bæjarins. „Við vorum búin að leita til tryggingafélags, ég var með málskostnaðartryggingu þar, en það nær ekki yfir ef ég er að sinna mínum störfum og ég skaut þeim úrskurði til úrskurðanefndar Tryggingafélaga sem tók í sama streng og taldi að ég væri að sinna mínum störfum fyrir sveitarfélagið. Svo kemur það líka fram í dómnum að við værum að sinna okkar skyldum sem bæjarfulltrúar." En hvers vegna ættu bæjarbúar að greiða kostnað bæjarfulltrúa vegna einkamáls? „Ef bæjarfulltrúar eru í þannig stöðu að þeir geti átt það á hættu að vera sóttir til saka eða kærðir og þurfa að leita til lögfræðinga með tilheyrandi kostnaði er verið að skerða lýðræðislegan möguleika þeirra." Býstu við að þetta nái í gegn? „Ég ætla rétt að vona það, því þetta snýst um lýðræðislega möguleika til að tjá sig." Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Meirihluti bæjarráðs í Kópavogi vill að bæjarsjóður greiði sex hundruð þúsund króna lögfræðikostnað þriggja bæjarfulltrúa vegna meiðyrðamáls sem Frjáls miðlun höfðaði gegn þeim. Einn bæjarfulltrúanna segir eðlilegt að bærinn greiði kostnaðinn, því hann komi til vegna starfa þeirra fyrir Kópavog. Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúar í Kópavogi voru sýknuð í meiðyrðamáli sem fyrirtækið Frjáls miðlun höfðaði vegna ummæla þeirra í blaðagrein um spillingu í viðskiptum bæjarins við fyrirtækið. Annar eigenda Frjálsrar miðlunar er dóttir Gunnars Birgissonar, fyrrverandi bæjarstjóra. Á þorláksmessu lagði meirihluti Kópavogsbæjar fram þá tillögu í bæjarráði að bæjarsjóður greiði lögfræðikostnað fyrir bæjarfulltrúanna þrjá. Málsbæturnar sem þeim voru dæmdar duga ekki fyrir málskostnaði og munar þar um 6 til 800 hundruð þúsund krónur. Hafsteinn Karlsson segir eðlilegt að bærinn greiði kostnaðinn því bæjarfulltrúarnir hafi með afskiptum af málinu verið að verja hagsmuni bæjarins. „Við vorum búin að leita til tryggingafélags, ég var með málskostnaðartryggingu þar, en það nær ekki yfir ef ég er að sinna mínum störfum og ég skaut þeim úrskurði til úrskurðanefndar Tryggingafélaga sem tók í sama streng og taldi að ég væri að sinna mínum störfum fyrir sveitarfélagið. Svo kemur það líka fram í dómnum að við værum að sinna okkar skyldum sem bæjarfulltrúar." En hvers vegna ættu bæjarbúar að greiða kostnað bæjarfulltrúa vegna einkamáls? „Ef bæjarfulltrúar eru í þannig stöðu að þeir geti átt það á hættu að vera sóttir til saka eða kærðir og þurfa að leita til lögfræðinga með tilheyrandi kostnaði er verið að skerða lýðræðislegan möguleika þeirra." Býstu við að þetta nái í gegn? „Ég ætla rétt að vona það, því þetta snýst um lýðræðislega möguleika til að tjá sig."
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira