Lífið

Skrifar til að slaka á

Nicole Richie. MYND/Cover Media
Nicole Richie. MYND/Cover Media

Fyrrum sjónvarpsstjarnan og nú fatahönnuðurinn, Nicole Richie, 29 ára, segir að þegar hún skrifar sögur nær hún að slaka á og gleyma sér.

Nicole er um þessar mundir að kynna nýja skáldsögu sem ber heitið Priceless.

Hún segist njóta þess að skrifa sögur því þannig flýr hún raunveruleikann og gleymir álaginu sem fylgir því að vera fræg í Hollywood.

„Ég vakna klukkan 05:45 og er farin fram úr á undan öllum á heimilinu. Síðan vakna börnin og Joel klukkan 07:00 þannig að ég nýt þess að vera út af fyrir mig og skrifa þangað til," sagði Nicole sem á tvö börn með rokkaranum Joel Madden.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.