Fótbolti

Rúrik Gíslason kýldi blaðamann - myndband

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. Fréttablaðið/Valli
Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason kýldi blaðamann í myndbandsviðtali eftir leikinn í gær. Allt var þó í gríni hjá Rúrik sem lét hinn skelegga Elvar Geir Magnússon ekki komast upp með nein skot á sig.

Rúrik var í viðtali hjá Í blíðu og stríðu samtökunum sem fylgja knattspyrnulandsliðinu eftir.

Elvar Geir er á vegum Í Blíðu og stríðu og sagði við Rúrik í gær að hann hefði verið vælandi um veikindi upp á síðkastið, í léttum tón.

Rúrik brosti og kýldi Elvar svo þéttingsfast.

Elvar sagðist ætla að vanda spurningar sínar betur eftir þetta.

Myndbandið má sjá á heimasíðu Í Blíðu og stríðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×