Klárum dæmið 30. október 2010 06:15 Nokkrir þingmenn hófu upp raust sína fyrir skömmu og fóru fram á að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Rökin fyrir þessari kröfu eru haldlítil og svo óljós að erfitt er að henda reiður á þeim. Vafasömum fullyrðingum um vilja þings og þjóðar til þessa máls, mikinn kostnað og fulla aðlögun að Evrópusambandinu meðan á aðildarviðræðum stendur er haldið á lofti, svo fátt eitt sé nefnt. Hér er rétt að staldra við og leiða fram nokkrar staðreyndir. Meirihluti landsmanna, eða 64%, vill ljúka aðildarviðræðunum og fá að taka upplýsta afstöðu með eða á móti aðild þegar samningur liggur fyrir. Það sýnir m.a. skoðanakönnun MMR sem birtist í Fréttablaðinu í lok september sl. Allt tal um að þjóðin vilji hætta aðildarviðræðum er því úr lausu lofti gripið. Um kostnað vegna aðildarviðræðna má lesa í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar Alþingis, sem samþykkt var í júlí 2009. Þar kemur fram að áætlaður beinn kostnaður vegna aðildarumsóknarinnar sé metinn á 400 milljónir króna fyrir tímabilið 2009–2012. Þar af er kostnaður utanríkisráðuneytisins áætlaður 300 milljónir en kostnaður annarra ráðuneyta 100 milljónir. Undir þennan kostnað fellur starfsmanna- og ferðakostnaður og aðkeypt sérfræðiráðgjöf. Á sama tíma er gert ráð fyrir að þýðingakostnaður verði samtals 590 milljónir króna en í nefndarálitinu kemur fram að ekki sé hægt að skilgreina hann sem beinan kostnað við aðildarviðræðurnar og eru færð rök fyrir því. Óttinn við fulla aðlögun á meðan á aðildarviðræðuferlinu stendur byggir á vanþekkingu sem rétt er að uppræta. Hér skulu nefnd dæmi um þrjú verkefni sem gætu fallið undir hina svokölluðu IPA-aðstoð Evrópusambandsins sem framangreindir þingmenn óttast svo mjög. Fyrst má nefna að nauðsynlegt er að þróa ýmsa gagnagrunna á sviði landbúnaðar. Hluti þeirra varðar landupplýsingar sem mikilvægt er að liggi fyrir við mótun samningsafstöðu Íslands en geta einnig nýst íslenskum stjórnvöldum við innlenda stefnumótun óháð aðild. ESB vill kosta þessa framkvæmd að miklu leyti og veita um leið íslenskum sérfræðingum dýrmæta þekkingu og störf í nokkur ár. Þá er ESB reiðubúið til að aðstoða okkur við að lækka hlutfall ófaglærðra á vinnumarkaði sem er mun hærra hér á landi en í aðildarríkjum sambandsins. ESB vill leggja okkur lið við að draga úr þessum mun með því að miðla til okkar þekkingu og reynslu frá einstökum ríkjum ESB og styrkja sí- og endurmenntun vítt og breitt um landið. Loks má nefna boð ESB um að veita okkur faglegan stuðning við að endurskipuleggja stuðningskerfi atvinnulífsins með það í huga að við getum tekið virkan þátt í rannsókna- og nýsköpunarstarfi Evrópusambandsins. Þetta eru þrjú dæmi um hina „hættulegu“ aðlögun að Evrópusambandinu og dæmi nú hver fyrir sig hversu skaðleg þessi verkefni eru íslensku samfélagi. Við skulum átta okkur á að þeim mun lengur sem við þráumst við að taka þátt í aðildarviðræðunum af skynsemi því meiri líkur eru á því að þessi tækifæri renni okkur úr greipum. Hættum þessari vitleysu, ljúkum aðildarviðræðunum og tökum svo upplýsta ákvörðum með eða móti aðild þegar þar að kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nokkrir þingmenn hófu upp raust sína fyrir skömmu og fóru fram á að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Rökin fyrir þessari kröfu eru haldlítil og svo óljós að erfitt er að henda reiður á þeim. Vafasömum fullyrðingum um vilja þings og þjóðar til þessa máls, mikinn kostnað og fulla aðlögun að Evrópusambandinu meðan á aðildarviðræðum stendur er haldið á lofti, svo fátt eitt sé nefnt. Hér er rétt að staldra við og leiða fram nokkrar staðreyndir. Meirihluti landsmanna, eða 64%, vill ljúka aðildarviðræðunum og fá að taka upplýsta afstöðu með eða á móti aðild þegar samningur liggur fyrir. Það sýnir m.a. skoðanakönnun MMR sem birtist í Fréttablaðinu í lok september sl. Allt tal um að þjóðin vilji hætta aðildarviðræðum er því úr lausu lofti gripið. Um kostnað vegna aðildarviðræðna má lesa í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar Alþingis, sem samþykkt var í júlí 2009. Þar kemur fram að áætlaður beinn kostnaður vegna aðildarumsóknarinnar sé metinn á 400 milljónir króna fyrir tímabilið 2009–2012. Þar af er kostnaður utanríkisráðuneytisins áætlaður 300 milljónir en kostnaður annarra ráðuneyta 100 milljónir. Undir þennan kostnað fellur starfsmanna- og ferðakostnaður og aðkeypt sérfræðiráðgjöf. Á sama tíma er gert ráð fyrir að þýðingakostnaður verði samtals 590 milljónir króna en í nefndarálitinu kemur fram að ekki sé hægt að skilgreina hann sem beinan kostnað við aðildarviðræðurnar og eru færð rök fyrir því. Óttinn við fulla aðlögun á meðan á aðildarviðræðuferlinu stendur byggir á vanþekkingu sem rétt er að uppræta. Hér skulu nefnd dæmi um þrjú verkefni sem gætu fallið undir hina svokölluðu IPA-aðstoð Evrópusambandsins sem framangreindir þingmenn óttast svo mjög. Fyrst má nefna að nauðsynlegt er að þróa ýmsa gagnagrunna á sviði landbúnaðar. Hluti þeirra varðar landupplýsingar sem mikilvægt er að liggi fyrir við mótun samningsafstöðu Íslands en geta einnig nýst íslenskum stjórnvöldum við innlenda stefnumótun óháð aðild. ESB vill kosta þessa framkvæmd að miklu leyti og veita um leið íslenskum sérfræðingum dýrmæta þekkingu og störf í nokkur ár. Þá er ESB reiðubúið til að aðstoða okkur við að lækka hlutfall ófaglærðra á vinnumarkaði sem er mun hærra hér á landi en í aðildarríkjum sambandsins. ESB vill leggja okkur lið við að draga úr þessum mun með því að miðla til okkar þekkingu og reynslu frá einstökum ríkjum ESB og styrkja sí- og endurmenntun vítt og breitt um landið. Loks má nefna boð ESB um að veita okkur faglegan stuðning við að endurskipuleggja stuðningskerfi atvinnulífsins með það í huga að við getum tekið virkan þátt í rannsókna- og nýsköpunarstarfi Evrópusambandsins. Þetta eru þrjú dæmi um hina „hættulegu“ aðlögun að Evrópusambandinu og dæmi nú hver fyrir sig hversu skaðleg þessi verkefni eru íslensku samfélagi. Við skulum átta okkur á að þeim mun lengur sem við þráumst við að taka þátt í aðildarviðræðunum af skynsemi því meiri líkur eru á því að þessi tækifæri renni okkur úr greipum. Hættum þessari vitleysu, ljúkum aðildarviðræðunum og tökum svo upplýsta ákvörðum með eða móti aðild þegar þar að kemur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar