Klárum dæmið 30. október 2010 06:15 Nokkrir þingmenn hófu upp raust sína fyrir skömmu og fóru fram á að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Rökin fyrir þessari kröfu eru haldlítil og svo óljós að erfitt er að henda reiður á þeim. Vafasömum fullyrðingum um vilja þings og þjóðar til þessa máls, mikinn kostnað og fulla aðlögun að Evrópusambandinu meðan á aðildarviðræðum stendur er haldið á lofti, svo fátt eitt sé nefnt. Hér er rétt að staldra við og leiða fram nokkrar staðreyndir. Meirihluti landsmanna, eða 64%, vill ljúka aðildarviðræðunum og fá að taka upplýsta afstöðu með eða á móti aðild þegar samningur liggur fyrir. Það sýnir m.a. skoðanakönnun MMR sem birtist í Fréttablaðinu í lok september sl. Allt tal um að þjóðin vilji hætta aðildarviðræðum er því úr lausu lofti gripið. Um kostnað vegna aðildarviðræðna má lesa í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar Alþingis, sem samþykkt var í júlí 2009. Þar kemur fram að áætlaður beinn kostnaður vegna aðildarumsóknarinnar sé metinn á 400 milljónir króna fyrir tímabilið 2009–2012. Þar af er kostnaður utanríkisráðuneytisins áætlaður 300 milljónir en kostnaður annarra ráðuneyta 100 milljónir. Undir þennan kostnað fellur starfsmanna- og ferðakostnaður og aðkeypt sérfræðiráðgjöf. Á sama tíma er gert ráð fyrir að þýðingakostnaður verði samtals 590 milljónir króna en í nefndarálitinu kemur fram að ekki sé hægt að skilgreina hann sem beinan kostnað við aðildarviðræðurnar og eru færð rök fyrir því. Óttinn við fulla aðlögun á meðan á aðildarviðræðuferlinu stendur byggir á vanþekkingu sem rétt er að uppræta. Hér skulu nefnd dæmi um þrjú verkefni sem gætu fallið undir hina svokölluðu IPA-aðstoð Evrópusambandsins sem framangreindir þingmenn óttast svo mjög. Fyrst má nefna að nauðsynlegt er að þróa ýmsa gagnagrunna á sviði landbúnaðar. Hluti þeirra varðar landupplýsingar sem mikilvægt er að liggi fyrir við mótun samningsafstöðu Íslands en geta einnig nýst íslenskum stjórnvöldum við innlenda stefnumótun óháð aðild. ESB vill kosta þessa framkvæmd að miklu leyti og veita um leið íslenskum sérfræðingum dýrmæta þekkingu og störf í nokkur ár. Þá er ESB reiðubúið til að aðstoða okkur við að lækka hlutfall ófaglærðra á vinnumarkaði sem er mun hærra hér á landi en í aðildarríkjum sambandsins. ESB vill leggja okkur lið við að draga úr þessum mun með því að miðla til okkar þekkingu og reynslu frá einstökum ríkjum ESB og styrkja sí- og endurmenntun vítt og breitt um landið. Loks má nefna boð ESB um að veita okkur faglegan stuðning við að endurskipuleggja stuðningskerfi atvinnulífsins með það í huga að við getum tekið virkan þátt í rannsókna- og nýsköpunarstarfi Evrópusambandsins. Þetta eru þrjú dæmi um hina „hættulegu“ aðlögun að Evrópusambandinu og dæmi nú hver fyrir sig hversu skaðleg þessi verkefni eru íslensku samfélagi. Við skulum átta okkur á að þeim mun lengur sem við þráumst við að taka þátt í aðildarviðræðunum af skynsemi því meiri líkur eru á því að þessi tækifæri renni okkur úr greipum. Hættum þessari vitleysu, ljúkum aðildarviðræðunum og tökum svo upplýsta ákvörðum með eða móti aðild þegar þar að kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkrir þingmenn hófu upp raust sína fyrir skömmu og fóru fram á að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Rökin fyrir þessari kröfu eru haldlítil og svo óljós að erfitt er að henda reiður á þeim. Vafasömum fullyrðingum um vilja þings og þjóðar til þessa máls, mikinn kostnað og fulla aðlögun að Evrópusambandinu meðan á aðildarviðræðum stendur er haldið á lofti, svo fátt eitt sé nefnt. Hér er rétt að staldra við og leiða fram nokkrar staðreyndir. Meirihluti landsmanna, eða 64%, vill ljúka aðildarviðræðunum og fá að taka upplýsta afstöðu með eða á móti aðild þegar samningur liggur fyrir. Það sýnir m.a. skoðanakönnun MMR sem birtist í Fréttablaðinu í lok september sl. Allt tal um að þjóðin vilji hætta aðildarviðræðum er því úr lausu lofti gripið. Um kostnað vegna aðildarviðræðna má lesa í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar Alþingis, sem samþykkt var í júlí 2009. Þar kemur fram að áætlaður beinn kostnaður vegna aðildarumsóknarinnar sé metinn á 400 milljónir króna fyrir tímabilið 2009–2012. Þar af er kostnaður utanríkisráðuneytisins áætlaður 300 milljónir en kostnaður annarra ráðuneyta 100 milljónir. Undir þennan kostnað fellur starfsmanna- og ferðakostnaður og aðkeypt sérfræðiráðgjöf. Á sama tíma er gert ráð fyrir að þýðingakostnaður verði samtals 590 milljónir króna en í nefndarálitinu kemur fram að ekki sé hægt að skilgreina hann sem beinan kostnað við aðildarviðræðurnar og eru færð rök fyrir því. Óttinn við fulla aðlögun á meðan á aðildarviðræðuferlinu stendur byggir á vanþekkingu sem rétt er að uppræta. Hér skulu nefnd dæmi um þrjú verkefni sem gætu fallið undir hina svokölluðu IPA-aðstoð Evrópusambandsins sem framangreindir þingmenn óttast svo mjög. Fyrst má nefna að nauðsynlegt er að þróa ýmsa gagnagrunna á sviði landbúnaðar. Hluti þeirra varðar landupplýsingar sem mikilvægt er að liggi fyrir við mótun samningsafstöðu Íslands en geta einnig nýst íslenskum stjórnvöldum við innlenda stefnumótun óháð aðild. ESB vill kosta þessa framkvæmd að miklu leyti og veita um leið íslenskum sérfræðingum dýrmæta þekkingu og störf í nokkur ár. Þá er ESB reiðubúið til að aðstoða okkur við að lækka hlutfall ófaglærðra á vinnumarkaði sem er mun hærra hér á landi en í aðildarríkjum sambandsins. ESB vill leggja okkur lið við að draga úr þessum mun með því að miðla til okkar þekkingu og reynslu frá einstökum ríkjum ESB og styrkja sí- og endurmenntun vítt og breitt um landið. Loks má nefna boð ESB um að veita okkur faglegan stuðning við að endurskipuleggja stuðningskerfi atvinnulífsins með það í huga að við getum tekið virkan þátt í rannsókna- og nýsköpunarstarfi Evrópusambandsins. Þetta eru þrjú dæmi um hina „hættulegu“ aðlögun að Evrópusambandinu og dæmi nú hver fyrir sig hversu skaðleg þessi verkefni eru íslensku samfélagi. Við skulum átta okkur á að þeim mun lengur sem við þráumst við að taka þátt í aðildarviðræðunum af skynsemi því meiri líkur eru á því að þessi tækifæri renni okkur úr greipum. Hættum þessari vitleysu, ljúkum aðildarviðræðunum og tökum svo upplýsta ákvörðum með eða móti aðild þegar þar að kemur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun