Fjórir leikmenn Stjörnunnar fóru til Þýskalands um helgina þar sem þeir voru gestir í þætti þýskrar sjónvarpsstöðvar, ZDF.
Þátturinn heitir Sportstudio og er vinsæll íþróttaþáttur. Umfjöllunarefnið var vitanlega óvenjuleg tilþrif leikmanna Stjörnunnar þegar þeir hafa fagnað mörkum sínum í Pepsi-deildinni í sumar.
Þeir Bjarki Páll Eysteinsson, Halldór orri Björnsson, Daníel Laxdal og Jóhann Laxdal voru gestir þáttarins.
Þá hluta af þættinum sem Stjörnumenn voru til umfjöllunar má sjá hér og hér.
