Fyrst í dag sem ákæruvaldið segir að engin gögn séu til 25. október 2010 21:36 Ákæruvaldið leynir Níumenningana sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi gögnum, ef marka má Ragnar Aðalsteinsson verjanda fjögurra þeirra. Saksóknari segir hins vegar engin frekari gögn vera til. Málið snýst um meinta árás á Alþingi í tengslum við Búsáhaldabyltinguna árið 2008. Ragnar vill meina að Ríkissaksóknari hafi valið úr þau rannsóknargögn sem lögregla aflaði og voru lögð fram í málinu. Hann segir rétt skjólstæðinga sinna ótvíræðan og vitna þar í fjölmörg dómafordæmi. Settur saksóknari í málinu sagði í morgun að hún vissi ekki hvaða gögn Ragnar væri að tala um, hún hefði sérstaklega látið kanna málið og fleiri gögn væru ekki til. En hversvegna heldur Ragnar að verið sé að leyna gögnum? „Fyrir sex mánuðum óskaði ég eftir því að þessi réttur skjólstæðinga minni yrði gerður virkur með því að þeir og ég sem verjandi þeirra fengjum aðgang að öllum rannsóknargögnum, ekki bara þeim sem voru lögð fyrir dóm. Þá var sagt nei, ákæruvaldið byggir eingöngu á þeim gögnum sem það leggur fram. Í þessu svari fólst að það væru til önnur gögn, þess vegna hélt ég kröfunni til streitu og hef haldið henni til streitu til þessa dags. En það er fyrst í dag sem ákæruvaldið segir skyndilega og fyrirvaralaust og lýsir því yfir að það séu ekki til slík gögn," segir Ragnar. Hann sagðist ekki geta nefnt hvaða gögn hann ætti við, en nefndi þó fyrir dómi upptökur úr þinghúsinu og skýrslutökur af vettvangi. „Ég get ekki sannað eitt né neitt, ég hef aldrei fengið aðgang að rannsóknargögnunum. Þetta mál snýst ekkert um það, það hefur ekkert með sönnun að gera, það snýst um að ganga úr skugga um hver þessi rannsóknargögn eru og ef þau eru engin, þá eru þau bara engin." Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Ákæruvaldið leynir Níumenningana sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi gögnum, ef marka má Ragnar Aðalsteinsson verjanda fjögurra þeirra. Saksóknari segir hins vegar engin frekari gögn vera til. Málið snýst um meinta árás á Alþingi í tengslum við Búsáhaldabyltinguna árið 2008. Ragnar vill meina að Ríkissaksóknari hafi valið úr þau rannsóknargögn sem lögregla aflaði og voru lögð fram í málinu. Hann segir rétt skjólstæðinga sinna ótvíræðan og vitna þar í fjölmörg dómafordæmi. Settur saksóknari í málinu sagði í morgun að hún vissi ekki hvaða gögn Ragnar væri að tala um, hún hefði sérstaklega látið kanna málið og fleiri gögn væru ekki til. En hversvegna heldur Ragnar að verið sé að leyna gögnum? „Fyrir sex mánuðum óskaði ég eftir því að þessi réttur skjólstæðinga minni yrði gerður virkur með því að þeir og ég sem verjandi þeirra fengjum aðgang að öllum rannsóknargögnum, ekki bara þeim sem voru lögð fyrir dóm. Þá var sagt nei, ákæruvaldið byggir eingöngu á þeim gögnum sem það leggur fram. Í þessu svari fólst að það væru til önnur gögn, þess vegna hélt ég kröfunni til streitu og hef haldið henni til streitu til þessa dags. En það er fyrst í dag sem ákæruvaldið segir skyndilega og fyrirvaralaust og lýsir því yfir að það séu ekki til slík gögn," segir Ragnar. Hann sagðist ekki geta nefnt hvaða gögn hann ætti við, en nefndi þó fyrir dómi upptökur úr þinghúsinu og skýrslutökur af vettvangi. „Ég get ekki sannað eitt né neitt, ég hef aldrei fengið aðgang að rannsóknargögnunum. Þetta mál snýst ekkert um það, það hefur ekkert með sönnun að gera, það snýst um að ganga úr skugga um hver þessi rannsóknargögn eru og ef þau eru engin, þá eru þau bara engin."
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira