Enski boltinn

Redknapp með augun á Pienaar

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Steven Pienaar verður samningslaus í sumar.
Steven Pienaar verður samningslaus í sumar.

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, ætlar sér að krækja í leikmann Everton, Steven Pienaar, en samningur hans við Everton rennur út í sumar.

Hinn Suður-Afríski Pienaar verður í sviðsljósinu á Heimsmeistaramótinu í sumar en þar verður hann á heimavelli með landsliði sínu.

Eftir að hafa lent í vandræðum í vetur vegna meiðsla miðjumannsins Jermaine Jenas, vill Redknapp tryggja sér krafta Pienaar.

Tottenham eltist nú við liðin á toppi Ensku úrvaldsdeildarinnar en fari svo að liðið tryggi sér sæti í meistaradeild evrópu að ári er ljóst að félagið getur fengið til sín fleiri góða leikmenn. Steven Pienaar hefur skorað sjö mörk á tímabilinu fyrir Everton-liðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×