Innlent

Búið að opna á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur

Búið er að opna veginn milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar en hann var ófær í morgun. Á Suðurlandi eru vegir greiðfærir og víðast á Vesturlandi fyrir utan hálkubletti á Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum er víða snjóþekja og hálka, en færð getur verið ótrygg á Hrafnseyrarheiði. Á Norðurlandi er víða éljagangur, hálka eða snjóþekja.

Skafrenningur og hálfa er á Siglufjarðarvegi og einnig frá Þórshöfn að Húsavík. Á Austurlandi eru víða hálkublettir eða hálka en vegir eru greiðfærir á Suðausturlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×