Lífið

Parar fólk saman í Hollywood

Victoria Beckham. MYND/BANG Showbiz
Victoria Beckham. MYND/BANG Showbiz

Victoria Beckham sér til þess að vinkonur hennar hitti karlmenn í Hollywood. Núna leitar hún að lífsförunaut fyrir Kelly Brook leikkonu.

Fyrrum Kryddpían sem varð fatahönnuður leggur Kelly lið í leit hennar að rómantískum vin er haft eftir heimildarmanni sem er nákominn Victoriu.

„Victoria er hamingjusöm með David og veit hvað þarf til að góð sambönd gangi upp. Kelly er með svipaðan húmor og Victoria og þeim kemur vel saman," sagði umræddur heimildarmaður.

„Victoria áttaði sig á því hvað það er erfitt fyrir Kelly að kynnast mönnum og ákvað að aðstoða hana. Það er erfitt fyrir konur í Hollywood að hitta karlmenn sem eru þess virði að eyða tíma í."

Kelly var á föstu með íþróttakappanum Danny Cipriani en sagði honum upp í júní á þessu ári. Meðfylgjandi má sjá mynd af Victoriu og Kelly.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.