Innlent

SA: Óheppilegt að forystumenn þjóðarinnar veki ótta í Evrópu

Samtök atvinnulífsins segja það óhepplegt að Ólafur Ragnar Grímsson hafi vakið ótta nágrannaríkjanna.
Samtök atvinnulífsins segja það óhepplegt að Ólafur Ragnar Grímsson hafi vakið ótta nágrannaríkjanna.

Samtök atvinnulífsins lýsa undrun sinni yfir óheppilegum yfirlýsingum Forseta Íslands 19. apríl sl. á BBC um væntanlegt Kötlugos. Þetta kemur fram í í yfirlýsingu sem má finna á heimasíðu samtakanna.

Þar segir að þessi yfirlýsing hafi skaðað íslenska ferðaþjónustu á erfiðum tímum þegar allir þurfa að hjálpast að við að styrkja ímynd landins sem áfangastaðar fyrir ferðamenn.

Svo segir orðrétt: „Mikilvægt er að setja íslenska náttúru í jákvætt ljós þrátt fyrir að hún lúti fyrst og fremst sínum eigin lögmálum. Það er mjög óheppilegt að forystumenn þjóðarinnar veki ótta í nágrannalöndum okkar um hættu af völdum íslenskra náttúruafla nema til þess sé sérstakt tilefni og þörf."

Þá segir í tilkynningunni að það sé eðlilegt að benda Evrópuþjóðum á hættuna af afleiðingum Kötlugoss og nauðsyn þess að evrópsk stjórnvöld búi sig undir að þróa viðbrögð við slíku, en að mati Samtaka atvinnulífsins var hvorki staður né stund til þess við umræður um núverandi gos í Eyjafjallajökli í almennum fréttaþætti BBC.

Samtök atvinnulífsins hvetja Forseta Íslands til þess að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að draga úr þeim skaða sem yfirlýsing hans hefur valdið.

Ummæli Ólafs hafa vakið gríðarlega hörð viðbrögð aðila í ferðaþjónustu. Hann hefur meðal annars verið gagnrýndur harðlega af iðnaðarráðherranum, Katrínu Júlíusdóttur, sem sagði að það væri heppilegra að láta vísindamenn spá gosum.


Tengdar fréttir

Ferðaþjónustan lítur ummæli Ólafs Ragnars alvarlegum augum

„Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um viðtal sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í breska ríkisútvarpinu (BBC) nú um helgina.

Íslendingar megi ekki fela umræðu um hugsanlegar hættur

„Ég hélt að við Íslendingar hefðum lært þá lexíu að það þjónar ekki hagsmunum okkar sem þjóðar að reyna að fela eða þagga niður vitneskju um hugsanlega hættur,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×