Enski boltinn

Eiður Smári: Við verðum bara að setjast niður og ræða málin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki fyrir Tottenham.
Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki fyrir Tottenham. Mynd/AFP
Eiður Smári Guðjohnsen er í viðtali í Daily Star í dag þar sem lýsir yfir von sinni um að spila áfram með Tottenham eftir að lánsamningur hans frá Mónakó rennur út í vor.

„Það var eins og komast í ferskt loft á ný að koma hingað," sagði Eiður Smári við blaðamann Daily Star.

„Það væri mjög freistandi að vera hérna áfram ef möguleiki er á því. Við verðum bara að setjast niður og fara yfir málin í lok tímabilsins," sagði Eiður Smári.

Eiður talar líka um ástæðu þess að hann valdi Tottenham yfir West Ham þegar hann kom aftur til Englands í ársbyrjun.

„Valið stóð á milli þess að fara í lið sem var að berjast um að komast í Meistaradeildina og að fara í lið sem var í fallbaráttu," sagði Eiður Smári sem vildi fara í sterkara lið.

„Gianfranco vildi fá mig til West Ham og hann var vonsvikinn. Það að hann hafi verið vonsvikinn hlýtur að sýna að hann sé hrifinn af mér sem leikmanni. Ég er samt viss um að Gianfranco hefur líka brugðist vonum einhvers á sínum ferli," sagði Eiður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×