Innlent

Þjóðarsorg í Kína

Flaggað er í hálfa stöng um allt land og bann hefur verið sett við skemmtunum á almannafæri til þess að minnast fórnarlamba skjálftans en þau eru nú orðin rúmlega tvö þúsund.
Flaggað er í hálfa stöng um allt land og bann hefur verið sett við skemmtunum á almannafæri til þess að minnast fórnarlamba skjálftans en þau eru nú orðin rúmlega tvö þúsund. MYND/AP

Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Kína í dag vegna þeirra sem létust í jarðskjálftanum í Qinghai héraði fyrir viku síðan.

Flaggað er í hálfa stöng um allt land og bann hefur verið sett við skemmtunum á almannafæri til þess að minnast fórnarlamba skjálftans en þau eru nú orðin rúmlega tvö þúsund. Skjálftinn var 6,9 stig og eru tugþúsundir heimilislausar af hans völdum.

Enn er um 200 manns saknað og um 12 manns slösuðust í hamförunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×