Enski boltinn

Bayern á eftir Berbatov

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Dimitar Berbatov.
Dimitar Berbatov.
Dimitar Berbatov, leikmaður Manchester United, gæti mögulega verið á leið frá félaginu í sumar. Orðrómur er um að þýska liðið Bayern Munchen ætli sér framherjann í sumar.

Sir Alex Ferguson, stjóri United, er sagður vera reiðubúinn að leyfa framherjanum að yfirgefa Old Trafford. Berbatov var keyptur frá Tottenham fyrir 30milljónir punda en engan veginn staðist þær kröfur sem gerðar eru til hans í herbúðum United. Berbatov kannast við sig í Þýskalandi þar sem hann spilaði með Bayer Leverkusen í fimm ár. United keypti um daginn sóknarmanninn Javier Hernandez sem að mun koma til félagsins í sumar. Með komu hans óttast Berbatov að færast enn aftar í röðinni hjá stjóra liðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×