Enski boltinn

Eduardo gæti verið á förum frá Arsenal

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Eduardo.
Eduardo.

Eduardo, króatíski sóknarmaður Arsenal, hefur ekki náð að finna sitt gamla form eftir að hann sneri aftur í treyju Arsenal eftir hræðilegt fótbrot. Franska liðið Lyon hefur áhuga á leikmanninum.

Eduardo hefur aðeins náð að skora sjö sinnum í þau 40 skipti sem að hann hefur verið í byrjunarliði Arsenal frá því að hann kom til félagsins. Síðasta mark sem Eduardo skoraði fyrir Arsenal var gegn West Ham United í janúar.

Arsenal eru með augu á Marouane Chamakh framherja Bordeaux sem ýtir undir þann orðróm að Eduardo yfirgefi liðið.

Þrátt fyrir að Eduardo hafi skrifað undir nýjan samning í nóvember þá er líklegt að Arsenal samþykki öll þau tilboð sem berast í leikmanninn yfir 8 milljónum punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×