Hjálmar kjörinn formaður BÍ 29. apríl 2010 22:00 Hjálmar Jónsson, nýkjörinn formaður Blaðamannafélags Íslands. Hjálmar Jónsson var rétt í þessu kjörinn formaður Blaðamannafélags Íslands á aðalfundi félagsins. Miklar deilur voru í aðdraganda fundarins og dró Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fyrrverandi formaður framboð sitt til baka í morgun. Hjálmar var því sjálfkjörinn. Meirihluti stjórnarinnar neitaði að undirrita ársreikninga félagsins fyrr í vikunni og á fundinum í kvöld sögðu stjórnarmeðlimirnir Svavar Halldórsson og Sólveig Bergman af sér. Svo gerði einnig varaformaður félagsins Elva Björk Sverrisdóttir. Hjálmar hefur síðustu ár verið framkvæmdastjóri félagsins en hann lýsti því yfir í kvöld að hann ætlaði sér ekki að halda áfram í því starfi. Tengdar fréttir Átökin harðna enn frekar innan Blaðamannafélagsins Átökin innan Blaðamannafélagsins halda áfram en Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjórir stjórnarmenn innan Blaðamannafélagsins, þar á meðal formaður og varaformaður þess, hafi neitað að undirrita reikninga félagsins sem lagðir voru fyrir stjórnina í gærkvöldi. 27. apríl 2010 15:08 Formaður BÍ: Mótframboð kom á óvart „Ég verð að viðurkenna að þetta framboð kom mér þó á óvart,“ segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, en henni hefur borist mótframboð í formannsembættið frá framkvæmdarstjóra félagsins, Hjálmari Jónssyni. 23. apríl 2010 11:09 Saka Hjálmar um langvarandi tregðu við upplýsingagjöf Fjórmenningarnir í stjórn Blaðamannafélags Íslands sem neituðu að skrifa undir reikninga félagsins á stjórnarfundi í gær hafa sent frá sér yfirlýsingu sem birt er á vef BÍ. Þar segir meðal annars að ástæða þess að þau hafi ekki viljað undirrita reikningana hafi verið langvarandi tregða Hjálmars Jónssonar framkvæmdastjóra til að veita stjórninni upplýsingar um rekstur félagsins. 27. apríl 2010 21:43 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir: Opið bréf til félagsmanna BÍ Ár er síðan ég var kosin formaður Blaðamannafélags Íslands. Hópurinn er breyttur, margir hafa fengið reisupassann á fjölmiðlum eða horfið til annarra starfa. Það eru miklir átakatímar í blaðamennsku eins og öðru. Í fyrra fékk ég óskorað umboð ykkar til að stýra Blaðamannafélaginu, sem ég hef gert eftir bestu getu. 29. apríl 2010 08:53 Framkvæmdastjóri BÍ hafnar gagnrýni á reikninga félagsins Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri Blaðmannafélags Íslands, segir að ákvörðun sín um framboð hafi nú dregið þann dilk á eftir sér að reynt hafi verið að þyrla upp moldviðri um reikninga félagsins. Hann segist hafa tekið ákvörðun um formannsframboð þegar ljóst var að ekkert mótframboð bærist gegn sitjandi formanni, þrátt fyrir kraumandi óánægju innan félagsins eins og hann orðar það. 27. apríl 2010 16:46 Þóra Kristín dregur sig í hlé Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur dregið sig í hlé og sækist ekki eftir endurkjöri á á aðalfundi í kvöld. Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, er því einn í kjöri. Hann bauð sig fram gegn Þóru Kristínu eftir harðar deilur hennar við Hjálmar um verkaskiptingu formanns, stjórnar og framkvæmdastjóra. Ágreiningur var einnig innan stjórnar félagsins um þau mál og fylgdi minnihluti stjórnar Hjálmari að málum. 29. apríl 2010 06:30 Formannsslagur BÍ: Gefur kost á sér vegna óánægju „Það hefur verið ágreiningur á milli mín og formannsins um starfsaðferðir og stefnumörkun,“ segir Hjálmar Jónsson, framkvæmdarstjóri Blaðamannafélags Íslands en hann hefur gefið kost á sér í formannsembætti félagsins. 23. apríl 2010 09:44 Meirihluti stjórnar BÍ neitaði að skrifa undir reikninga Á stjórnarfundi Blaðamannafélags Íslands sem haldinn var í kvöld neitaði meirihluti stjórnarinnar að undirrita ársreikning félagsins. Fjórir stjórnarmenn af sjö neituðu að skrifa undir, þau Þóra Kristín Ásgeirsdóttir formaður félagsins, Sólveig Bergmann, Svavar Halldórsson og Elva Björk Sverrisdóttir varaformaður. 26. apríl 2010 21:15 BÍ: Tillaga um að fresta ársfundi var felld Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands hófst klukkan átta en mikil átök hafa verið í félaginu síðustu daga. Svavar Halldórsson stjórnarmaður lagði fram tillögu þess efnis að aðalfundinum yrði frestað um þrjár viku. Taldi hann að lögmæti fundarins væri laskað, meðal annars vegna þeirra deilna sem uppi hafa verið um ársreikninga félagsins en meirihluti stjórnarinnar neitaði að undirrita reikningana fyrir ársfundinn. 29. apríl 2010 20:34 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Hjálmar Jónsson var rétt í þessu kjörinn formaður Blaðamannafélags Íslands á aðalfundi félagsins. Miklar deilur voru í aðdraganda fundarins og dró Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fyrrverandi formaður framboð sitt til baka í morgun. Hjálmar var því sjálfkjörinn. Meirihluti stjórnarinnar neitaði að undirrita ársreikninga félagsins fyrr í vikunni og á fundinum í kvöld sögðu stjórnarmeðlimirnir Svavar Halldórsson og Sólveig Bergman af sér. Svo gerði einnig varaformaður félagsins Elva Björk Sverrisdóttir. Hjálmar hefur síðustu ár verið framkvæmdastjóri félagsins en hann lýsti því yfir í kvöld að hann ætlaði sér ekki að halda áfram í því starfi.
Tengdar fréttir Átökin harðna enn frekar innan Blaðamannafélagsins Átökin innan Blaðamannafélagsins halda áfram en Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjórir stjórnarmenn innan Blaðamannafélagsins, þar á meðal formaður og varaformaður þess, hafi neitað að undirrita reikninga félagsins sem lagðir voru fyrir stjórnina í gærkvöldi. 27. apríl 2010 15:08 Formaður BÍ: Mótframboð kom á óvart „Ég verð að viðurkenna að þetta framboð kom mér þó á óvart,“ segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, en henni hefur borist mótframboð í formannsembættið frá framkvæmdarstjóra félagsins, Hjálmari Jónssyni. 23. apríl 2010 11:09 Saka Hjálmar um langvarandi tregðu við upplýsingagjöf Fjórmenningarnir í stjórn Blaðamannafélags Íslands sem neituðu að skrifa undir reikninga félagsins á stjórnarfundi í gær hafa sent frá sér yfirlýsingu sem birt er á vef BÍ. Þar segir meðal annars að ástæða þess að þau hafi ekki viljað undirrita reikningana hafi verið langvarandi tregða Hjálmars Jónssonar framkvæmdastjóra til að veita stjórninni upplýsingar um rekstur félagsins. 27. apríl 2010 21:43 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir: Opið bréf til félagsmanna BÍ Ár er síðan ég var kosin formaður Blaðamannafélags Íslands. Hópurinn er breyttur, margir hafa fengið reisupassann á fjölmiðlum eða horfið til annarra starfa. Það eru miklir átakatímar í blaðamennsku eins og öðru. Í fyrra fékk ég óskorað umboð ykkar til að stýra Blaðamannafélaginu, sem ég hef gert eftir bestu getu. 29. apríl 2010 08:53 Framkvæmdastjóri BÍ hafnar gagnrýni á reikninga félagsins Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri Blaðmannafélags Íslands, segir að ákvörðun sín um framboð hafi nú dregið þann dilk á eftir sér að reynt hafi verið að þyrla upp moldviðri um reikninga félagsins. Hann segist hafa tekið ákvörðun um formannsframboð þegar ljóst var að ekkert mótframboð bærist gegn sitjandi formanni, þrátt fyrir kraumandi óánægju innan félagsins eins og hann orðar það. 27. apríl 2010 16:46 Þóra Kristín dregur sig í hlé Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur dregið sig í hlé og sækist ekki eftir endurkjöri á á aðalfundi í kvöld. Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, er því einn í kjöri. Hann bauð sig fram gegn Þóru Kristínu eftir harðar deilur hennar við Hjálmar um verkaskiptingu formanns, stjórnar og framkvæmdastjóra. Ágreiningur var einnig innan stjórnar félagsins um þau mál og fylgdi minnihluti stjórnar Hjálmari að málum. 29. apríl 2010 06:30 Formannsslagur BÍ: Gefur kost á sér vegna óánægju „Það hefur verið ágreiningur á milli mín og formannsins um starfsaðferðir og stefnumörkun,“ segir Hjálmar Jónsson, framkvæmdarstjóri Blaðamannafélags Íslands en hann hefur gefið kost á sér í formannsembætti félagsins. 23. apríl 2010 09:44 Meirihluti stjórnar BÍ neitaði að skrifa undir reikninga Á stjórnarfundi Blaðamannafélags Íslands sem haldinn var í kvöld neitaði meirihluti stjórnarinnar að undirrita ársreikning félagsins. Fjórir stjórnarmenn af sjö neituðu að skrifa undir, þau Þóra Kristín Ásgeirsdóttir formaður félagsins, Sólveig Bergmann, Svavar Halldórsson og Elva Björk Sverrisdóttir varaformaður. 26. apríl 2010 21:15 BÍ: Tillaga um að fresta ársfundi var felld Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands hófst klukkan átta en mikil átök hafa verið í félaginu síðustu daga. Svavar Halldórsson stjórnarmaður lagði fram tillögu þess efnis að aðalfundinum yrði frestað um þrjár viku. Taldi hann að lögmæti fundarins væri laskað, meðal annars vegna þeirra deilna sem uppi hafa verið um ársreikninga félagsins en meirihluti stjórnarinnar neitaði að undirrita reikningana fyrir ársfundinn. 29. apríl 2010 20:34 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Átökin harðna enn frekar innan Blaðamannafélagsins Átökin innan Blaðamannafélagsins halda áfram en Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjórir stjórnarmenn innan Blaðamannafélagsins, þar á meðal formaður og varaformaður þess, hafi neitað að undirrita reikninga félagsins sem lagðir voru fyrir stjórnina í gærkvöldi. 27. apríl 2010 15:08
Formaður BÍ: Mótframboð kom á óvart „Ég verð að viðurkenna að þetta framboð kom mér þó á óvart,“ segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, en henni hefur borist mótframboð í formannsembættið frá framkvæmdarstjóra félagsins, Hjálmari Jónssyni. 23. apríl 2010 11:09
Saka Hjálmar um langvarandi tregðu við upplýsingagjöf Fjórmenningarnir í stjórn Blaðamannafélags Íslands sem neituðu að skrifa undir reikninga félagsins á stjórnarfundi í gær hafa sent frá sér yfirlýsingu sem birt er á vef BÍ. Þar segir meðal annars að ástæða þess að þau hafi ekki viljað undirrita reikningana hafi verið langvarandi tregða Hjálmars Jónssonar framkvæmdastjóra til að veita stjórninni upplýsingar um rekstur félagsins. 27. apríl 2010 21:43
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir: Opið bréf til félagsmanna BÍ Ár er síðan ég var kosin formaður Blaðamannafélags Íslands. Hópurinn er breyttur, margir hafa fengið reisupassann á fjölmiðlum eða horfið til annarra starfa. Það eru miklir átakatímar í blaðamennsku eins og öðru. Í fyrra fékk ég óskorað umboð ykkar til að stýra Blaðamannafélaginu, sem ég hef gert eftir bestu getu. 29. apríl 2010 08:53
Framkvæmdastjóri BÍ hafnar gagnrýni á reikninga félagsins Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri Blaðmannafélags Íslands, segir að ákvörðun sín um framboð hafi nú dregið þann dilk á eftir sér að reynt hafi verið að þyrla upp moldviðri um reikninga félagsins. Hann segist hafa tekið ákvörðun um formannsframboð þegar ljóst var að ekkert mótframboð bærist gegn sitjandi formanni, þrátt fyrir kraumandi óánægju innan félagsins eins og hann orðar það. 27. apríl 2010 16:46
Þóra Kristín dregur sig í hlé Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur dregið sig í hlé og sækist ekki eftir endurkjöri á á aðalfundi í kvöld. Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, er því einn í kjöri. Hann bauð sig fram gegn Þóru Kristínu eftir harðar deilur hennar við Hjálmar um verkaskiptingu formanns, stjórnar og framkvæmdastjóra. Ágreiningur var einnig innan stjórnar félagsins um þau mál og fylgdi minnihluti stjórnar Hjálmari að málum. 29. apríl 2010 06:30
Formannsslagur BÍ: Gefur kost á sér vegna óánægju „Það hefur verið ágreiningur á milli mín og formannsins um starfsaðferðir og stefnumörkun,“ segir Hjálmar Jónsson, framkvæmdarstjóri Blaðamannafélags Íslands en hann hefur gefið kost á sér í formannsembætti félagsins. 23. apríl 2010 09:44
Meirihluti stjórnar BÍ neitaði að skrifa undir reikninga Á stjórnarfundi Blaðamannafélags Íslands sem haldinn var í kvöld neitaði meirihluti stjórnarinnar að undirrita ársreikning félagsins. Fjórir stjórnarmenn af sjö neituðu að skrifa undir, þau Þóra Kristín Ásgeirsdóttir formaður félagsins, Sólveig Bergmann, Svavar Halldórsson og Elva Björk Sverrisdóttir varaformaður. 26. apríl 2010 21:15
BÍ: Tillaga um að fresta ársfundi var felld Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands hófst klukkan átta en mikil átök hafa verið í félaginu síðustu daga. Svavar Halldórsson stjórnarmaður lagði fram tillögu þess efnis að aðalfundinum yrði frestað um þrjár viku. Taldi hann að lögmæti fundarins væri laskað, meðal annars vegna þeirra deilna sem uppi hafa verið um ársreikninga félagsins en meirihluti stjórnarinnar neitaði að undirrita reikningana fyrir ársfundinn. 29. apríl 2010 20:34