Enski boltinn

Monaco og Tottenham í viðræðum um Eið Smára

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Monaco í haust.
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Monaco í haust. Nordic Photos / AFP

Franskir fjölmiðlar halda því fram í dag að Monaco og Tottenham eigi nú í viðræðum um að síðarnefnda félagið kaupi Eið Smára Guðjohnsen frá franska félaginu.

Eiður Smári gekk í raðir Monaco í sumar en átti erfitt uppdráttar á fyrri hluta tímabilsins í frönsku úrvalsdeildinni. Hann var svo lánaður í Tottenham þar sem hann hefur þótt standa sig vel.

France Football segir að Harry Redknapp sé áhugasamur um að halda Eiði Smára í röðum Tottenham og að félögin eigi nú í viðræðum um framhaldið.

Áður höfðu forráðamenn Monaco haldið því fram að ekki komi til greina að selja Eið og að hann muni snúa aftur til liðsins í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×