Enski boltinn

Benitez óviss um framtíðina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafa Benitez, stjóri Liverpool.
Rafa Benitez, stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Rafa Benitez segir að forráðamenn Liverpool hafi ekki rætt við sig um framtíð hans hjá félaginu.

Liverpool mætir í kvöld Atletico Madrid í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Atletico vann fyrri viðureignina, 1-0.

„Á undanförnu ári hef ég mátt þola að heyra að menn eins og Martin O'Neill, Jose Mourinho, Jürgen Klinsmann og Frank Rijkaard hafi verið orðaðir við starfið mitt en ég hef bara haldið áfram að sinna mínu," sagði Benitez við enska fjölmiðla.

„Ég einbeiti mér alltaf að næsta leik en það hefur enginn frá félaginu rætt við mig um mína framtíð," bætti hann við.

Liverpool hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni. Félagið komst ekki áfram upp úr riðlakeppninni í Meistaradeild Evrópu og á í erfiðri baráttu um að tryggja sér sæti í keppninni fyrir næsta tímabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×