Hvað er eiginlega The Wire? 1. júní 2010 04:00 The Wire eru margslungnir bandarískir sjónvarpsþættir. Á myndinni er Omar, eins konar Hrói höttur fátækrahverfanna sem rænir eiturlyfjasala og deilir auðinum. Jón Gnarr, formaður Besta flokksins, hefur sett það sem skilyrði að samstarfsmenn sínir í borgarstjórn hafi horft á sjónvarpsþáttaröðina The Wire. En hvers konar þættir eru þetta eiginlega? The Wire eru margslungnir bandarískir sjónvarpsþættir sem gerast í Baltimore í Maryland og fjalla á raunsæjan hátt um hina ýmsu þætti samfélagsgerðarinnar þar í borg. Þeir voru frumsýndir árið 2002 og luku göngu sinni 2008 eftir að sextíu þættir höfðu verið framleiddir í alls fimm þáttaröðum. Hér heima voru þeir sýndir á Stöð 2. The Wire er hugarfóstur Davids Simon sem starfaði sem blaðamaður hjá The Baltimore Sun á árunum 1982 til 1995. Þar skrifaði hann um glæpi og varð sér úti um mikla þekkingu á þessum málaflokki. Árið 1991 skrifaði hann bókina Homicide: A Year on the Killing Street sem fjallaði um morðdeild lögreglunnar í Baltimore. Bókin hlaut mjög góðar viðtökur og í kjölfarið var framleidd sjónvarpsþáttaröðin Homicide: Life on the Street sem var byggð á henni. Simon var einn af handritshöfundum seríunnar og árið 1995 hætti hann störfum á dagblaðinu til að einbeita sér að skrifunum. Þáttaröðin gekk í sex ár við góðar undirtektir, eða til ársins 1999.Blaðamaðurinn David Simon skrifaði The Wire.Næst á dagskrá hjá Simon var önnur þáttaröð, The Corner, sem var byggð á samnefndri bók hans um fátæka fjölskyldu í Baltimore og kynni hennar af fíkniefnaheiminum. Sex þættir voru teknir upp og voru þeir sýndir árið 2000. Eftir það var röðin komin að The Wire. Hver þáttaröð samanstóð af einni hlið Baltimore-borgar. Tekin voru fyrir fíkniefnaviðskipti, flutningsleið fíkniefnanna, stjórnsýsla borgarinnar í sinni spilltustu mynd, skólakerfið og prentmiðlarnir. Þrátt fyrir að The Wire hafi verið lýst sem glæpaþáttum eru þeir að mati Davids Simon í raun og veru um hefðbundna bandaríska stórborg, samskipti fólksins og það hvernig hinar ýmsu stofnanir hafa áhrif á einstaklingana. Þrátt fyrir að þættirnir hafi aldrei hlotið nein stór verðlaun eða notið útbreiddrar hylli telja sumir gagnrýnendur að þeir séu þeir vönduðustu sem hafa nokkru sinni verið framleiddir. freyr@frettabladid.is Tengdar fréttir Þreifingar byrjaðar í Reykjavík Eftir söguleg úrslit kosninganna í gær með sex kjörna fulltrúa hefur Besti flokkurinn framtíð Reykjavíkurborgar í hendi sér, en alls óvíst er hvort myndaður verði meirihluti. 30. maí 2010 18:34 Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum um meirihlutasamstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. 30. maí 2010 18:56 Karl Sigurðsson: Of erfitt fyrir venjulegt fólk Þegar Jón kom fyrst að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera með í framboði til borgarstjórnarkosninga í vor var mín fyrsta spurning: "Hvað felst í því?" Hann svaraði: "Það á að vera gaman." 22. maí 2010 20:57 Skilyrði fyrir samstarfi að viðkomandi hafi horft á The Wire „Ég bjóst við meiru. Það var sjokkerandi að heyra að það væru ekki fleiri að kjósa Besta flokkinn,“ segir Jón Gnarr sem er ótvíræður sigurvegari í skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Stöð 2 greindi frá en þar kemur í ljós að Besti flokkurinn nær 6 fulltrúum inn í borgarstjórn fari kosningar eins og könnunin gefur til kynna. 17. maí 2010 20:32 The Wire og Ray Ban geta leitt til meirihlutasamstarfs Ekki er útlit fyrir annað en að tveir eða fleiri flokkar myndi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að kosningum loknum. 29. maí 2010 12:18 Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
Jón Gnarr, formaður Besta flokksins, hefur sett það sem skilyrði að samstarfsmenn sínir í borgarstjórn hafi horft á sjónvarpsþáttaröðina The Wire. En hvers konar þættir eru þetta eiginlega? The Wire eru margslungnir bandarískir sjónvarpsþættir sem gerast í Baltimore í Maryland og fjalla á raunsæjan hátt um hina ýmsu þætti samfélagsgerðarinnar þar í borg. Þeir voru frumsýndir árið 2002 og luku göngu sinni 2008 eftir að sextíu þættir höfðu verið framleiddir í alls fimm þáttaröðum. Hér heima voru þeir sýndir á Stöð 2. The Wire er hugarfóstur Davids Simon sem starfaði sem blaðamaður hjá The Baltimore Sun á árunum 1982 til 1995. Þar skrifaði hann um glæpi og varð sér úti um mikla þekkingu á þessum málaflokki. Árið 1991 skrifaði hann bókina Homicide: A Year on the Killing Street sem fjallaði um morðdeild lögreglunnar í Baltimore. Bókin hlaut mjög góðar viðtökur og í kjölfarið var framleidd sjónvarpsþáttaröðin Homicide: Life on the Street sem var byggð á henni. Simon var einn af handritshöfundum seríunnar og árið 1995 hætti hann störfum á dagblaðinu til að einbeita sér að skrifunum. Þáttaröðin gekk í sex ár við góðar undirtektir, eða til ársins 1999.Blaðamaðurinn David Simon skrifaði The Wire.Næst á dagskrá hjá Simon var önnur þáttaröð, The Corner, sem var byggð á samnefndri bók hans um fátæka fjölskyldu í Baltimore og kynni hennar af fíkniefnaheiminum. Sex þættir voru teknir upp og voru þeir sýndir árið 2000. Eftir það var röðin komin að The Wire. Hver þáttaröð samanstóð af einni hlið Baltimore-borgar. Tekin voru fyrir fíkniefnaviðskipti, flutningsleið fíkniefnanna, stjórnsýsla borgarinnar í sinni spilltustu mynd, skólakerfið og prentmiðlarnir. Þrátt fyrir að The Wire hafi verið lýst sem glæpaþáttum eru þeir að mati Davids Simon í raun og veru um hefðbundna bandaríska stórborg, samskipti fólksins og það hvernig hinar ýmsu stofnanir hafa áhrif á einstaklingana. Þrátt fyrir að þættirnir hafi aldrei hlotið nein stór verðlaun eða notið útbreiddrar hylli telja sumir gagnrýnendur að þeir séu þeir vönduðustu sem hafa nokkru sinni verið framleiddir. freyr@frettabladid.is
Tengdar fréttir Þreifingar byrjaðar í Reykjavík Eftir söguleg úrslit kosninganna í gær með sex kjörna fulltrúa hefur Besti flokkurinn framtíð Reykjavíkurborgar í hendi sér, en alls óvíst er hvort myndaður verði meirihluti. 30. maí 2010 18:34 Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum um meirihlutasamstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. 30. maí 2010 18:56 Karl Sigurðsson: Of erfitt fyrir venjulegt fólk Þegar Jón kom fyrst að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera með í framboði til borgarstjórnarkosninga í vor var mín fyrsta spurning: "Hvað felst í því?" Hann svaraði: "Það á að vera gaman." 22. maí 2010 20:57 Skilyrði fyrir samstarfi að viðkomandi hafi horft á The Wire „Ég bjóst við meiru. Það var sjokkerandi að heyra að það væru ekki fleiri að kjósa Besta flokkinn,“ segir Jón Gnarr sem er ótvíræður sigurvegari í skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Stöð 2 greindi frá en þar kemur í ljós að Besti flokkurinn nær 6 fulltrúum inn í borgarstjórn fari kosningar eins og könnunin gefur til kynna. 17. maí 2010 20:32 The Wire og Ray Ban geta leitt til meirihlutasamstarfs Ekki er útlit fyrir annað en að tveir eða fleiri flokkar myndi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að kosningum loknum. 29. maí 2010 12:18 Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
Þreifingar byrjaðar í Reykjavík Eftir söguleg úrslit kosninganna í gær með sex kjörna fulltrúa hefur Besti flokkurinn framtíð Reykjavíkurborgar í hendi sér, en alls óvíst er hvort myndaður verði meirihluti. 30. maí 2010 18:34
Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum um meirihlutasamstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. 30. maí 2010 18:56
Karl Sigurðsson: Of erfitt fyrir venjulegt fólk Þegar Jón kom fyrst að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera með í framboði til borgarstjórnarkosninga í vor var mín fyrsta spurning: "Hvað felst í því?" Hann svaraði: "Það á að vera gaman." 22. maí 2010 20:57
Skilyrði fyrir samstarfi að viðkomandi hafi horft á The Wire „Ég bjóst við meiru. Það var sjokkerandi að heyra að það væru ekki fleiri að kjósa Besta flokkinn,“ segir Jón Gnarr sem er ótvíræður sigurvegari í skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Stöð 2 greindi frá en þar kemur í ljós að Besti flokkurinn nær 6 fulltrúum inn í borgarstjórn fari kosningar eins og könnunin gefur til kynna. 17. maí 2010 20:32
The Wire og Ray Ban geta leitt til meirihlutasamstarfs Ekki er útlit fyrir annað en að tveir eða fleiri flokkar myndi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að kosningum loknum. 29. maí 2010 12:18