Enski boltinn

Hodgson ekki á leið frá Fulham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mohammad Al Fayed ræðir við Roy Hodgson.
Mohammad Al Fayed ræðir við Roy Hodgson. Nordic Photos / Getty Images

Mohammad Al Fayed, eigandi Fulham, segir að Roy Hodgson verði áfram knattspyrnustjóri liðsins þrátt fyrir áhuga annarra félaga.

Hodgson hefur meira að segja verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Englands en núverandi þjálfari, Fabio Capello, er samningsbundinn enska knattspyrnusambandinu til 2012. Hins vegar eru taldar líkur á að hann muni hætta með liðið ef því tekst að verða heimsmeistari í sumar.

„Ég held að hann muni aldrei fara frá mér," sagði Al Fayed við enska fjölmiðla. „Ég er viss um að fjöldamörg félög hafi áhuga á honum. En ég get veitt honum allt það sem hann þarfnast til að ná árangri og samband okkar er gott."

Fulham mætir í kvöld Hamburg í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri viðureigninni lauk með markalausu jafntefli í Þýskalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×