Erlent

Bráðabirgðastjórn í Kirgisistan

Frá höfuðborginni Bishkek. Mynd/AP
Frá höfuðborginni Bishkek. Mynd/AP

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Kirgisistan segjast hafa myndað bráðabirgðastjórn í landinu og að forseti landsins hafi flúið höfuðborgina. Upp úr sauð í fyrradag þegar óeirðir brutust út í landinu þegar tilkynnt var gríðarmikla hækkun á rafmagnsverði. Ríkisstjórnin hefur jafnframt verið sökuð um langvarandi spillingu.

Þúsundir mótmælenda slógust við lögregluna í gær og réðust inn í fjölmargar opinberar byggingar, þar á meðal ríkissjónvarpsins og leyniþjónustunnar. Talið er að 65 hafi fallið í átökunum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×