Enski boltinn

Blackpool lagði Forest í umspilinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Charlie Adam fagnar hér sigurmarki sínu í leiknum í dag.
Charlie Adam fagnar hér sigurmarki sínu í leiknum í dag.

Blackpool er í ágætri stöðu í umspili 1. deildarinnar á Englandi eftir 2-1 sigur á Nott. Forest í fyrri leik liðanna.

Það blés reyndar ekki byrlega fyrir Blackpool framan af því Chris Cohen kom Forest yfir á 13. mínútu.

Keith Southern jafnaði síðan leikinn fyrir Blackpool á 26. mínútu og Charlie Adam skoraði sigurmarkið á 57. mínútu úr vítaspyrnu.

Þó svo þetta sé aðeins eins marks sigur þá er hann sterkur þar sem útivallarmörk gilda ekki í þessu umspili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×