Lífið

Helgin hennar Yoko Ono

Jakob Frímann Magnússon, Hrafn Gunnlaugsson og Jón Gnarr. Þeir verða nú ekki mikið glæsilegri en þetta.Fréttablaðið/Valli
Jakob Frímann Magnússon, Hrafn Gunnlaugsson og Jón Gnarr. Þeir verða nú ekki mikið glæsilegri en þetta.Fréttablaðið/Valli
Yoko Ono málaði Reykjavík í friðarlitunum um helgina þegar hún minntist þess að sjötíu ár voru liðin frá fæðingu Johns Lennon. Á föstudag var hún viðstödd frumsýningu heimildarmyndarinnar Imagine Peace eftir Ara Alexander, sem hann gerði um friðarsúluna í Viðey. Á laugardag var Yoko síðan mætt, ásamt fríðu föruneyti, út í Viðey til að kveikja á Friðarsúlunni góðu. Yoko tróð síðan upp í Háskólabíói þá um kvöldið ásamt syni sínum, Sean Lennon, og Plastic Ono Band og tók öll sín bestu lög, og lag Lennons, Give Peace a Chance. - fgg
Stjarna helgarinnar var án nokkurs vafa Yoko Ono. Hér er hún í Bíó Paradís.
Sean Lennon varð 35 ára á laugardaginn. Og hélt upp á afmælið í Þjóðleik­húskjallaranum.


Steinþór Helgi frá útgáfufyrirtækinu Borginni og Jóna Helga frænka hans voru að sjálfsögðu á svæðinu. Fréttablaðið/Daníel
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi og sonur hennar, Karl Ólafur, mættu í Háskólabíó til að hlýða á Yoko Ono.
Steinunn Rut og Haukur Ingvarsson, nýjasti liðsmaður Kiljunnar, voru meðal gesta.
Ari Alexander, sem gerði heimildarmynd um Friðarsúlu Yoko, og Einar Örn voru innilegir á Plastic Ono Band-tónleikunum.
Yoko Ono var í miklu stuði á tónleikunum og raunar ótrúlegt að hún skuli vera orðin 77 ára.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.