Búið að ákveða að taka greinina af lífi 2. janúar 2010 03:00 Tekið við áskorun Þingmenn í fjárlaganefnd tóku ábúðarfullir við áskorun verktaka um að Vegagerðinni yrði gert kleift að bjóða út nýframkvæmdir á næsta ári. fréttablaðið/gva „Það er búið að ákveða að taka greinina af lífi,“ segir Hilmar Konráðsson, forstjóri Magna verktaka. Hilmar fór fyrir Verktakalestinni svokölluðu sem á mánudaginn fyrir jól ók frá Hafnarfirði til Alþingis og færði fjárlaganefndarmönnum áskorun um að skila Vegagerðinni til baka óráðstöfuðum fjárheimildum og ráðast þegar í arðbærar framkvæmdir. Tæpum sólarhring síðar voru fjárlög næsta árs samþykkt. Ekki var tekið tillit til áskorunar verktakanna. Hilmar segir ástandið í verktakabransanum skelfilegt. Verkefnum – og þar með störfum – hafi snarfækkað á stuttum tíma. Til marks um það má nefna að störfum í jarðvinnu og byggingariðnaði hefur fækkað úr meira en sautján þúsund árið 2007 í um þrjú þúsund nú. Hann segir ekkert gefa tilefni til að ætla að staðan batni á næstunni, engin teikn séu á lofti um aukin verkefni. „Það er búið að tala um hitt og þetta síðan í júní, tvöföldun Suðurlandsvegar og ég veit ekki hvað og hvað en það er allt dautt. Menn berja sér reyndar á brjóst og segjast ætla af stað með Landspítalann árið 2011 en þá verða bara engir verktakar eftir.“ Bág staða verktaka bitnar ekki aðeins á starfsfólki verktakafyrirtækjanna sjálfra. Hilmar bendir á að ekki færri en fjögur stór fyrirtæki í vélasölu séu ýmist hætt starfsemi eða glími við gríðarlegan rekstrarvanda. Hið sama hljóti að verða uppi á teningnum hjá verkfræðistofum. En ekki eru allar vélar stopp. Hér og þar eru verktakar að störfum en Hilmar segir verkin öllu jafna ekki arðbær. „Sannleikurinn er sá að menn eru að vinna fyrir kannski sjötíu prósent af kostnaðaráætlunum. Það hefur áður verið reynt en aldrei gengið til lengdar. Menn verða ekki feitir á þessu, ef þeir yfirleitt geta klárað þessi verk.“ Hilmar segir verktaka gera sér fulla grein fyrir samdrættinum í samfélaginu en óhæfa sé að ráðast ekki í neinar nýjar framkvæmdir. Án slíks komist efnahagslífið ekki á skrið á ný. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
„Það er búið að ákveða að taka greinina af lífi,“ segir Hilmar Konráðsson, forstjóri Magna verktaka. Hilmar fór fyrir Verktakalestinni svokölluðu sem á mánudaginn fyrir jól ók frá Hafnarfirði til Alþingis og færði fjárlaganefndarmönnum áskorun um að skila Vegagerðinni til baka óráðstöfuðum fjárheimildum og ráðast þegar í arðbærar framkvæmdir. Tæpum sólarhring síðar voru fjárlög næsta árs samþykkt. Ekki var tekið tillit til áskorunar verktakanna. Hilmar segir ástandið í verktakabransanum skelfilegt. Verkefnum – og þar með störfum – hafi snarfækkað á stuttum tíma. Til marks um það má nefna að störfum í jarðvinnu og byggingariðnaði hefur fækkað úr meira en sautján þúsund árið 2007 í um þrjú þúsund nú. Hann segir ekkert gefa tilefni til að ætla að staðan batni á næstunni, engin teikn séu á lofti um aukin verkefni. „Það er búið að tala um hitt og þetta síðan í júní, tvöföldun Suðurlandsvegar og ég veit ekki hvað og hvað en það er allt dautt. Menn berja sér reyndar á brjóst og segjast ætla af stað með Landspítalann árið 2011 en þá verða bara engir verktakar eftir.“ Bág staða verktaka bitnar ekki aðeins á starfsfólki verktakafyrirtækjanna sjálfra. Hilmar bendir á að ekki færri en fjögur stór fyrirtæki í vélasölu séu ýmist hætt starfsemi eða glími við gríðarlegan rekstrarvanda. Hið sama hljóti að verða uppi á teningnum hjá verkfræðistofum. En ekki eru allar vélar stopp. Hér og þar eru verktakar að störfum en Hilmar segir verkin öllu jafna ekki arðbær. „Sannleikurinn er sá að menn eru að vinna fyrir kannski sjötíu prósent af kostnaðaráætlunum. Það hefur áður verið reynt en aldrei gengið til lengdar. Menn verða ekki feitir á þessu, ef þeir yfirleitt geta klárað þessi verk.“ Hilmar segir verktaka gera sér fulla grein fyrir samdrættinum í samfélaginu en óhæfa sé að ráðast ekki í neinar nýjar framkvæmdir. Án slíks komist efnahagslífið ekki á skrið á ný. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira