Fótbolti

Kýpverjar náðu ótrúlegu jafntefli gegn Portúgal í riðli Íslands

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Portúgalar lentu í tómum vandræðum með Kýpur á heimavelli en liðin spila með Íslandi í riðli í undankeppni EM. Kýpverjar náðu að jafna leikinn í uppbótartíma og lokatölur 4-4.

Kýpur komst yfir áður en Portúgal jafnaði. Kýpverjar komust þá aftur yfir en Portúgal jafnaði fyrir hlé.

Þeir komust svo tvisvar yfir en Kýpverjar náðu að jafna í tvígang. Síðasta markið kom í uppbótartíma.

Noregur er því með fullt hús stiga í H-riðli og er eitt á toppnum eftir sigur á Íslandi í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×