Innlent

Tunnum ASÍ - mótmælin hafin

Frá mótnælunum.
Frá mótnælunum.

Mótmæli undir yfirskriftinni „Tunnum ASÍ" eru hafin fyrir utan Nordica hótel þar sem ársfundur ASÍ stendur yfir. Um 40 mótmælendur hafa safnast þar saman og berst hávaðinn frá börðum tunnum vel inn á fundinn.

„Forysta ASÍ er á meðal þeirra sem opinberuðu það að hún vinnur ekki fyrir launþega heldur fjármagnseigendur. Þar með hefur hún tekið skýra afstöðu gegn heimilunum í landinu og afhjúpað það í leiðinni að hún vinnur ekki fyrir umbjóðendur sína heldur eingöngu í eigin þágu í góðri samvinnu við atvinnurekendur. Það er virkilega brýnt að „tunna" þetta lið út í hvelli!" sagði í hvatningu til fólks til að mæta á mótmælin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×