Erlent

Svíi handtekinn vegna þjófnaðar á Auschwitz skiltinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Auschwitz í Póllandi. Mynd/ AFP.
Auschwitz í Póllandi. Mynd/ AFP.
Sænskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna þjófnaðarins á Arbeit Macht Frei skiltinu sem hékk fyrir ofan hliðið að Auschwitz útrýmingabúðunum í Póllandi. Pólskur dómstóll gaf í síðustu viku út evrópska handtökuskipun á hendur manninum, sem heitir Anders Hogstrom.

Skiltinu var stolið í desember síðastliðnum. Það fannst síðar en þá var það komið í þrjá hluta. Fimm pólskir karlmenn hafa þegar verið handteknir vegna þjófnaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×