Lífið

Íslenskur Hellisbúi þýddur á mandarín

Leikgerð þeirra Jóhannesar Hauks og Rúnars Freys hefur verið þýdd yfir á mandarín og því verður kínverskur Hellisbúi frumsýndur eftir áramót.
Leikgerð þeirra Jóhannesar Hauks og Rúnars Freys hefur verið þýdd yfir á mandarín og því verður kínverskur Hellisbúi frumsýndur eftir áramót.
„Ég er algjörlega að fíla þetta. Mér finnst reyndar leiðinlegt að skilja þetta tungumál ekki,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari. Leikgerð hans og Rúnars Freys Gíslasonar upp úr einleiknum Hellisbúinn hefur verið þýdd yfir á kínversku og verður frumsýnd á næsta ári. Að sögn Jóhannesar voru alþjóðlegir rétthafar verksins himinlifandi með breytingarnar sem þeir tveir gerðu á verkinu en leikgerð er þegar eitthvað er fært til í leikverki, atriðum breytt eða einhverjum bætt við.

Leikgerð Jóhannesar og Rúnars Freys hefur þegar verið sett upp í Bandaríkjunum og á Ítalíu og Jóhannes segir um ágætan pening að ræða fyrir heimilisbókhaldið, allavega eins og staðan á krónunni er nú. „Þeir buðu okkur út á frumsýningu og það er nú örugglega ekki ókeypis að koma tveimur leikurum frá Íslandi til Kína með flugi. En við erum báðir uppteknir í leikhúsinu, ég í Þjóðleikhúsinu og Rúnar Freyr í Borgarleikhúsinu, svo við urðum að afþakka það.“ Jóhannes aftekur hins vegar ekki með öllu að þeir tveir láti jafnvel slag standa og skelli sér til Kína. „Ég bíð bara spenntur eftir heimasíðunni.“

Jóhannes áttar sig hins vegar fljótlega á því að verkið hefur ef til vill þurft að standast ritskoðun hjá hinu opinbera eftirliti kínverska alþýðulýðveldisins og það sé ekki víst að kínverskur almenningur sé öllum hnútum kunnugur þegar hlutir eins og Facebook eru bornir á borð fyrir þá. „Hvað næst? Íslenskur Hellisbúi í arabalöndunum?“ - fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.