Kannabisrest í dós á klóinu 16. febrúar 2010 06:00 Tækniháskólinn Leit lögreglu að fíkniefnum í Tækniskólanum síðastliðinn fimmtudag vakti mikla athygli. Hún fór fram að beiðni skólayfirvalda. Fremur fátítt er að beðið sé um slíka leit. Fréttablaðið/Pjetur Leifar af kannabisefnum fundust í dós inni á salerni Tækniskólans síðastliðinn fimmtudag, þegar lögregla leitaði í húsnæðinu með þrem fíkniefnaleitarhundum, að beiðni skólayfirvalda. Þetta staðfestir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir jafnframt að staðfestur orðrómur hafi verið um að nemendur úr grunnskólanum við hlið Tækniskólans hafi leitað inn í Tækniskólann til að komast í fíkniefni hjá einhverjum af eldri nemendum þar. Sterk vísbending sem komið hafi til kasta forvarnafulltrúa lögreglunnar hefði gefið tilefni til að þessi mál voru tekin föstum tökum í grunnskólanum. Jafnframt að það hafi þótt ástæða til að athuga Tækniskólann í ljósi þessara upplýsinga. Fíkniefnaleitin í Tækniskólanum vakti mikla athygli. Baldur Gíslason, skólameistari, sagði við það tilefni við Fréttablaðið að verið væri að fylgja fordæmi annarra skóla í forvarnaskyni en fjöldi skóla hefði látið gera fíkniefnaleit innan sinna vébanda. Enginn sérstakur grunur hafi verið til staðar um fíkniefnaneyslu í Tækniskólanum. Ekkert hefði fundist og niðurstaðan væri ánægjuleg. „Í niðurstöðu samantektar hjá okkur um tíðni fíkniefnaleita í framhaldsskólum eru það einn til tveir skólar á ári, frá árinu 2007, sem biðja lögreglu um slíka leit," segir Geir Jón. „Það er einungis farið í þá skóla þar sem skólastjórnendur óska eftir því. Í einu tilviki var gerð leit að frumkvæði nemenda." Spurður um hvort beiðnir af þessu tagi séu grundvallaðar á rökstuddum grun um fíkniefnaneyslu í viðkomandi skóla segir Geir Jón þær oftar en ekki tilkomnar vegna orðróms eða gruns um slíkt. „Ef upplýsingar eru þess eðlis að skólayfirvöldum sýnist að tímabært sé að taka á þessu með þessum hætti, sem hefur mikið forvarnagildi, þá er það gert og þess gætt að hafa allt saman eftir settum reglum. Þess er gætt að persónulega sé ekki gengið að neinum nema í samráði við viðkomandi." Geir Jón segir að í sumum þeirra skóla sem leitað hafi verið í hafi fundist vísbendingar um neyslu. „Það hafa fundist leifar af efnum, verkfæri til fíkniefnaneyslu eða að hundar hafa vakið athygli á nemendum sem sjálfir hafa verið í neyslu eða í snertingu við neyslu. En í flestöllum tilvikum sýnist mér að ekkert slíkt hafi komið fram." jss@frettabladid.is Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Fleiri fréttir Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Sjá meira
Leifar af kannabisefnum fundust í dós inni á salerni Tækniskólans síðastliðinn fimmtudag, þegar lögregla leitaði í húsnæðinu með þrem fíkniefnaleitarhundum, að beiðni skólayfirvalda. Þetta staðfestir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir jafnframt að staðfestur orðrómur hafi verið um að nemendur úr grunnskólanum við hlið Tækniskólans hafi leitað inn í Tækniskólann til að komast í fíkniefni hjá einhverjum af eldri nemendum þar. Sterk vísbending sem komið hafi til kasta forvarnafulltrúa lögreglunnar hefði gefið tilefni til að þessi mál voru tekin föstum tökum í grunnskólanum. Jafnframt að það hafi þótt ástæða til að athuga Tækniskólann í ljósi þessara upplýsinga. Fíkniefnaleitin í Tækniskólanum vakti mikla athygli. Baldur Gíslason, skólameistari, sagði við það tilefni við Fréttablaðið að verið væri að fylgja fordæmi annarra skóla í forvarnaskyni en fjöldi skóla hefði látið gera fíkniefnaleit innan sinna vébanda. Enginn sérstakur grunur hafi verið til staðar um fíkniefnaneyslu í Tækniskólanum. Ekkert hefði fundist og niðurstaðan væri ánægjuleg. „Í niðurstöðu samantektar hjá okkur um tíðni fíkniefnaleita í framhaldsskólum eru það einn til tveir skólar á ári, frá árinu 2007, sem biðja lögreglu um slíka leit," segir Geir Jón. „Það er einungis farið í þá skóla þar sem skólastjórnendur óska eftir því. Í einu tilviki var gerð leit að frumkvæði nemenda." Spurður um hvort beiðnir af þessu tagi séu grundvallaðar á rökstuddum grun um fíkniefnaneyslu í viðkomandi skóla segir Geir Jón þær oftar en ekki tilkomnar vegna orðróms eða gruns um slíkt. „Ef upplýsingar eru þess eðlis að skólayfirvöldum sýnist að tímabært sé að taka á þessu með þessum hætti, sem hefur mikið forvarnagildi, þá er það gert og þess gætt að hafa allt saman eftir settum reglum. Þess er gætt að persónulega sé ekki gengið að neinum nema í samráði við viðkomandi." Geir Jón segir að í sumum þeirra skóla sem leitað hafi verið í hafi fundist vísbendingar um neyslu. „Það hafa fundist leifar af efnum, verkfæri til fíkniefnaneyslu eða að hundar hafa vakið athygli á nemendum sem sjálfir hafa verið í neyslu eða í snertingu við neyslu. En í flestöllum tilvikum sýnist mér að ekkert slíkt hafi komið fram." jss@frettabladid.is
Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Fleiri fréttir Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Sjá meira