Erlent

Borgarstjóri New York græðir í kreppunni

Michael Bloomberg, borgarstjóri New York.
Michael Bloomberg, borgarstjóri New York. mynd/afp
Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, græddi meira á fjárfestingum sínum árið 2009 en árið á undan.

New York Post segir að skattframtal hans varpi óljósri mynd af fjármálum hans því það upplýsir ekki um tekjur hans eða hve mikið hann á.

Hinn auðugi borgarstjóri, sem er á sínu þriðja kjörtímabili, neitaði að birta hið raunverulega skattframtal. Blaðamenn fá að skoða gögn þar sem búið er að fela fjárhæðirnar með bókstöfum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×