Ísland lúti valdi ESB í sjávarútvegi 26. febrúar 2010 03:30 Sjávarútvegur. Ísland hefur vel þróað stjórnkerfi fiskveiða en þarf að tileinka sér stjórntæki Evrópusambandsins á því sviði komi til aðildar, segir í greiningarskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.Fréttablaðið/JÓN SIGURÐUR Íslendingar þurfa að fella sig við æðsta vald Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum. Íslensk lög, sem takmarka fjárfestingar í sjávarútvegi og aðgang erlendra skipa að íslenskri lögsögu og þjónustu í höfnum, stangast á við lögsögu ESB. Þetta kemur fram í sjávarútvegskafla greiningarskýrslu framkvæmdastjórnar ESB, sem lögð var fram í fyrradag um leið og tilkynnt var að Ísland uppfyllti allar kröfur sem gerðar eru til umsóknarríkis. „Í íslenskri löggjöf um fjárfestingar í sjávarútvegi er að finna takmarkanir gegn fjárfestingum sem eru ekki í samræmi við regluverk ESB,“ segir í skýrslunni. „Íslensk lög kveða á um að aðeins skip í eigu íslenskra lögaðila og íslenskra borgara, sem búsettir eru á Íslandi, megi skrá til fiskveiða í íslenskri lögsögu,“ segir enn fremur. „Framseljanlegar aflaheimildir eru gefnar út til skipa en útlendingar geta ekki eignast þær.“ Útlendingar megi ekki eiga nema minnihluta hlutabréfa í íslenskum fyrirtækjum sem veiða og vinna fisk. „Íslendingar takmarka aðgang erlendra skipa að höfnum og þjónustu í höfnum. Þessar takmarkanir eru ekki í samræmi við reglur Evrópusambandsins,“ segir enn fremur og er þar bæði vísað til dómaframkvæmdar og til reglna sem standa vörð um frjálst flæði fjármagns og tryggja rétt til að stofna fyrirtæki og veita þjónustu. „Ísland mun þurfa að fallast á meginreglurnar um æðsta vald Evrópusambandsins og um aðgang að hafsvæði, sem samkvæmt 17. grein reglugerðarinnar um sameiginlega fiskveiðistefnu ESB tryggir skipum frá öllum aðildarríkjum aðgang að lögsögu annarra aðildarríkja, á grundvelli umsaminna reglna,“ segir í skýrslunni. Að lokinni ítarlegri umfjöllun um íslenskan sjávarútveg segir að innganga Íslands hefði umtalsverð áhrif á sameiginlega fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Sú stefna sé nú til endurskoðunar og eigi endurskoðuð stefna að öðlast gildi 2013. Skýrsla framkvæmdastjórnarinnar frá apríl 2009 bendi til þess að á sumum sviðum muni stefna ESB færast nær stefnu Íslendinga á sumum sviðum. peturg@frettabladid.is Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Íslendingar þurfa að fella sig við æðsta vald Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum. Íslensk lög, sem takmarka fjárfestingar í sjávarútvegi og aðgang erlendra skipa að íslenskri lögsögu og þjónustu í höfnum, stangast á við lögsögu ESB. Þetta kemur fram í sjávarútvegskafla greiningarskýrslu framkvæmdastjórnar ESB, sem lögð var fram í fyrradag um leið og tilkynnt var að Ísland uppfyllti allar kröfur sem gerðar eru til umsóknarríkis. „Í íslenskri löggjöf um fjárfestingar í sjávarútvegi er að finna takmarkanir gegn fjárfestingum sem eru ekki í samræmi við regluverk ESB,“ segir í skýrslunni. „Íslensk lög kveða á um að aðeins skip í eigu íslenskra lögaðila og íslenskra borgara, sem búsettir eru á Íslandi, megi skrá til fiskveiða í íslenskri lögsögu,“ segir enn fremur. „Framseljanlegar aflaheimildir eru gefnar út til skipa en útlendingar geta ekki eignast þær.“ Útlendingar megi ekki eiga nema minnihluta hlutabréfa í íslenskum fyrirtækjum sem veiða og vinna fisk. „Íslendingar takmarka aðgang erlendra skipa að höfnum og þjónustu í höfnum. Þessar takmarkanir eru ekki í samræmi við reglur Evrópusambandsins,“ segir enn fremur og er þar bæði vísað til dómaframkvæmdar og til reglna sem standa vörð um frjálst flæði fjármagns og tryggja rétt til að stofna fyrirtæki og veita þjónustu. „Ísland mun þurfa að fallast á meginreglurnar um æðsta vald Evrópusambandsins og um aðgang að hafsvæði, sem samkvæmt 17. grein reglugerðarinnar um sameiginlega fiskveiðistefnu ESB tryggir skipum frá öllum aðildarríkjum aðgang að lögsögu annarra aðildarríkja, á grundvelli umsaminna reglna,“ segir í skýrslunni. Að lokinni ítarlegri umfjöllun um íslenskan sjávarútveg segir að innganga Íslands hefði umtalsverð áhrif á sameiginlega fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Sú stefna sé nú til endurskoðunar og eigi endurskoðuð stefna að öðlast gildi 2013. Skýrsla framkvæmdastjórnarinnar frá apríl 2009 bendi til þess að á sumum sviðum muni stefna ESB færast nær stefnu Íslendinga á sumum sviðum. peturg@frettabladid.is
Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira