Erlent

Ungir sadistar dæmdir

Óli Tynes skrifar

Tveir bræður á Bretlandi, ellefu og tólf ára gamlir hafa verið dæmdir í minnst fimm ára betrunarvist fyrir fólskulega árás á tvo aðra drengi, níu og ellefu ára.

Árásin stóð í eina og hálfa klukkustund. Á þeim tíma hálf-kyrktu bræðurnir fórnarlömb sín, börðu þau með múrsteinum, neyddu þau til að borða brenninetlur og til þess að hafa kynmök.

Eldri drengurinn var alvarlega slasaður eftir árásina. Eftir að árásarmennirnir voru farnir sagði hann við félaga sinn; -Far þú bara. Ég verð hérna eftir og dey.

Í úrskurði sínum sagði dómarinn við árásarmennina að tilgangur þeirra hafi ekki verið neinn annar en svala kvalalosta sínum.

Hann fyrirskipaði að þeir skyldu færðir í ótímabundna betrunarvist en þó yrði ekki styttri en fimm ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×