Hlín: Margt jákvætt í leiknum sem við tökum með okkur út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2010 19:15 Hlín Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Breiðabliks. Breiðablikskonur töpuðu 0-3 á heimavelli í fyrri leik sínum við franska liðið Juvisy Essonne á Kópavogsvellinum í dag. Breiðabliksliðið varðist lengstum vel í leiknum en fékk á sig tvö mörk á síðustu 18 mínútum leiksins. „Þetta var erfiður leikur því við vorum að spila við hörkulið en mér fannst við eiga fullt erindi í leikinn í fyrri hálfleiknum. Við hefðum getað skorað ef hlutirnir hefðu fallið betur með okkur en við vorum alltof oft rangstæðar og fengum síðan gott skotfæri eftir horn. Þær skora síðan markið úr aukaspyrnu og við áttum annars í fullu tré við þær," sagði Hlín Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Við vorum að gera það sem þjálfarinn lagði upp með að vera þéttar, berjast og valda hverja aðra. Í seinni hálfleiknum losnaði of mikið á milli öftustu varnarlínunnar og sóknarlínunnar," sagði Hlín. „Annað markið þeirra kom síðan á leiðinlegum tíma. Við vorum að koma úr færi og þær skora úr skyndisókn með skoti af löngu færi. Það var mjög óheppilegt fyrir okkur en Birna var annars búin að standa sig vel í markinu. Þetta var því svekkjandi," sagði Hlín sem viðurkenndi að það hafði vissulega áhrif á liðið að ganga í gegnum miklar breytingar á síðustu vikum. „Það eru að koma inn mjög ungar stelpur í liðið og við erum búnar að missa fjóra mjög mikilvæga leikmenn. Það eru tvær bandarískar stelpur, markmaðurinn og einn varnarmaður og svo fóru Sandra Sig og Greta Mjöll út í skóla. Þær eru allar með mikla reynslu og það koma reynsluminni leikmenn inn sem voru að standa sig samt sem áður," sagði Hlín. Seinni leikurinn fer fram í Frakklandi eftir þrjár vikur og möguleikarnir eru ekki miklir eftir þetta tap. „Við ætlum að fara þarna út, njóta þess að spila og reyna að hafa gaman. Við stefnum bara á það að vinna þann leik, skora á þær, halda markinu okkar hreinu og halda uppi stoltinu. Það var margt jákvætt í leiknum sem við tökum með okkur út," sagði Hlín að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Breiðablikskonur töpuðu 0-3 á heimavelli í fyrri leik sínum við franska liðið Juvisy Essonne á Kópavogsvellinum í dag. Breiðabliksliðið varðist lengstum vel í leiknum en fékk á sig tvö mörk á síðustu 18 mínútum leiksins. „Þetta var erfiður leikur því við vorum að spila við hörkulið en mér fannst við eiga fullt erindi í leikinn í fyrri hálfleiknum. Við hefðum getað skorað ef hlutirnir hefðu fallið betur með okkur en við vorum alltof oft rangstæðar og fengum síðan gott skotfæri eftir horn. Þær skora síðan markið úr aukaspyrnu og við áttum annars í fullu tré við þær," sagði Hlín Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Við vorum að gera það sem þjálfarinn lagði upp með að vera þéttar, berjast og valda hverja aðra. Í seinni hálfleiknum losnaði of mikið á milli öftustu varnarlínunnar og sóknarlínunnar," sagði Hlín. „Annað markið þeirra kom síðan á leiðinlegum tíma. Við vorum að koma úr færi og þær skora úr skyndisókn með skoti af löngu færi. Það var mjög óheppilegt fyrir okkur en Birna var annars búin að standa sig vel í markinu. Þetta var því svekkjandi," sagði Hlín sem viðurkenndi að það hafði vissulega áhrif á liðið að ganga í gegnum miklar breytingar á síðustu vikum. „Það eru að koma inn mjög ungar stelpur í liðið og við erum búnar að missa fjóra mjög mikilvæga leikmenn. Það eru tvær bandarískar stelpur, markmaðurinn og einn varnarmaður og svo fóru Sandra Sig og Greta Mjöll út í skóla. Þær eru allar með mikla reynslu og það koma reynsluminni leikmenn inn sem voru að standa sig samt sem áður," sagði Hlín. Seinni leikurinn fer fram í Frakklandi eftir þrjár vikur og möguleikarnir eru ekki miklir eftir þetta tap. „Við ætlum að fara þarna út, njóta þess að spila og reyna að hafa gaman. Við stefnum bara á það að vinna þann leik, skora á þær, halda markinu okkar hreinu og halda uppi stoltinu. Það var margt jákvætt í leiknum sem við tökum með okkur út," sagði Hlín að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti