Fótbolti

Luis Fabiano ætlar að vinna HM fyrir afa sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Fabiano.
Luis Fabiano. Mynd/AFP
Luis Fabiano, framherji brasilíska landsliðsins, ætlar sér að vinna HM fyrir afa sinn sem hann segir ástæðuna fyrir því að hann sé að spila sem atvinnumaður í fótbolta. Fabiano er nú á hátindi ferils síns en hann verður þrítugur í nóvember.

„Því miður lifi afi ekki til að sjá mig vinna heimsmeistaratitilinn en engu að síður þá ætla ég að vinna titilinn fyrir hann," sagði Luis Fabiano sem hefur skorað 25 mörk í 36 landsleikjum fyrir Brasilíu en hann hóf að leika með liðinu ári eftir að Brasilía varð síðast heimsmeistari 2002.

Luis Fabiano var markakóngur síðustu Álfukeppni sem fram fór í Suður-Afríku fyrir ári síðan. Hann skoraði 5 mörk í 5 leikjum þar á meðal tvö mörk í 3-2 sigri á Bandaríkjunum í úrslitaleiknum.

Luis Fabiano sagði afa sinn hafa gengið með blaðaútklippur um barnabarnið sitt og montað sig af stráknum við alls sem hann hitti.

„Afi var minn mesti aðdáandi og fyrirmyndin mín. Ég hugsa til hans í öllum sigrum mínum," sagði Luis Fabiano sem hefur spilað með Valencia undanfarin fimm tímabil og skoraði 15 mörk í 22 leikjum í spænsku deildinni í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×