Enski boltinn

Peter Crouch tryggði Tottenham sæti í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Peter Crouch.
Peter Crouch. Mynd/AFP
Peter Crouch skoraði sigurmark Tottenham í kvöld í leiknum mikilvæga á móti Manchester City en með því tryggði Tottenham-liðið sér fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni og þar með sæti í Meistaradeildinni.

Peter Crouch skoraði eina mark leiksins með skalla af stuttu færi þegar aðeins átta mínútur voru eftir af leiknum. Varnamönnum og markmanni City tókst ekki að koma frá fyrirgjöf Younes Kaboul og enski landsliðsmiðherjinn var á réttum stað í markteignum.

Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekknum hjá Tottenham í kvöld.

Tottenham er þar með komið með 70 stig eða fjórum stigum meira en Manchester City þegar aðeins ein umferð er eftir. Tottenham á meira að segja enn möguleika á 3. sætinu því nágrannarnir í Arsenal eru aðeins einu stigi á undan þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×