Fótbolti

Grétar Rafn ekki með í Danmörku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir Már Sævarsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið.
Birkir Már Sævarsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið.
Hvorki Grétar Rafn Steinsson né Brynjar Björn Gunnarsson fara með íslenska landsliðinu til Danmerkur á morgun en þar á liðið leik á þriðjudagskvöldið.

Brynjar Björn missti af 2-1 tapleiknum gegn Noregi í kvöld og Grétar Rafn fór meiddur af velli í síðari hálfleik.

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur kallað á þá Baldur Sigurðsson, leikmann KR, og Birki Má Sævarsson sem leikur með Brann í Noregi í þeirra stað.

Árni Gautur Arason, sem gat ekki verið með vegna meiðsla í kvöld, fer þó með liðinu til Danmerkur. Alls verða því þrír markverðir í hópnum því Ingvar Þór Kale var kallaður til nú fyrr í vikunni og sat hann á bekknum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×