Innlent

Ólíklegt að starfssamningur við holræsaþjónustu verði endurnýjaður

Ólíklegt þykir að starfssamningur við Holræsa og stífluþjónustu Suðurlands verði endurnýjaður, þegar hann rennur út um áramót. Þetta er haft eftir Ingibjörgu Harðardóttur, Sveitarstjóra í Grímsnes og Grafningshreppi á vefnum Sunnlenska.

Til stendur að láta taka jarðvegssýni á nokkrum stöðum þar sem bílar frá Holræsa og stífluþjónustunni hafa vanið komur sínar. Nýverið kom í ljós að starfsmenn fyrirtækisins losuðu skolpvatn á vatnsverndarsvæði við Þingvallavatn og var það mál kært til lögreglu. Fyrirtækið var svo sektað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×