Enski boltinn

Mancini: Tevez fer ekki neitt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Roberto Mancini, stjóri Man. City, hefur fulla trú á því að Argentínumaðurinn Carlos Tevez verði áfram hjá félaginu næsta vetur.

Tevez hefur átt frábært tímabil með City en hann hefur gagnrýnt þjálfunaraðferðir Man. City og margir spekingarnir hafa spáð því að hann muni söðla um í sumar.

Sú staðreynd að Man. City nær ekki inn í Meistaradeildina í ár ýtti enn frekar undir þá orðróma en Mancini, sem af einhverjum er sagður vera valtur í sessi, segir Tevez ekki á förum.

„Tevez er með samning við Man. City og hann verður hér á næstu leiktíð," sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×