Innlent

Borgin má losa jarðveg á Hólmsheiðinni

Reykjavíkurborg var sýknuð.
Reykjavíkurborg var sýknuð.

Reykjavíkurborg var sýknuð af kröfu sumahúsaeiganda sem krafðist þess að samþykkt borgarráðs um samþykki varðandi losunarstað á Hólmsheiði fyrir jarðvegsefni yrði felld úr gildi og að Reykjavíkurborg yrði gert skylt að stöðva jarðvegslosun á svæðinu að viðlögðum dagsektum.

Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Landeigandinn krafðist þess að Reykjavíkurborg hætti að losa úrgang á svæðinu og yrði skikkuð til þess að borga 50 þúsund krónur í dagsektir yrði jarðvegslosunin ekki stöðvuð.

Meðal annars kemur fram í dóminum að jarðvegurinn á svæðinu hafi verið olíumengaður tímabundið.

Þegar fulltrúar umhverfisstofnunar fóru í skoðunarferð á svæðið í október 2009 var niðurstaða þeirra sú að starfsemin væri rekin í samræmi við þágildandi starfsleyfi en gerðar voru athugasemdir við plast, sem notað hefði verið við olíumengaðan jarðveg, stæði að hluta til upp úr yfirborði staðarins og hafi athugasemdum verið komið á framfæri til hlutaðeigandi varðandi það.

Að því virtu gat héraðsdómur ekki séð að olíumengaður jarðvegur væri lengur á svæðinu og að engin haldbær gögn um að jarðvegur sá sem borgin losaði á svæðinu væri mengaður af völdum plasts, plastíláta, rafmagnsvíra eða annars óþrifnaðar.

Þá vildi sumarhúsaeigandinn meina að lóð sem hann ætti nálægt svæðinu væri ónothæf vegna óþrifnaðar. Þessu var héraðsdómur ekki sammála.

Í niðurstöðu dómsins segir að allsendis ósannað að sumarhúsalóð eigandans væri ónothæf af völdum jarðvegslosunar Reykjavíkurborgar.

Var borgin því sýknuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×