Íslenski boltinn

Rafn Andri líklega með slitið krossband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Kristjánsson er þjálfari Breiðabliks.
Ólafur Kristjánsson er þjálfari Breiðabliks.
Ólíklegt er að Rafn Andri Haraldsson geti spilað með Breiðabliki í Pepsi-deild karla í sumar þar sem talið er að hann sé með slitið krossband í hné. Þetta kom fram á fótbolta.net í kvöld. Rafn Andri gekk í raðir Breiðabliks frá Þrótti í vetur en meiddist í leik Blika og KR í úrslitum Lengjubikarsins um helgina. „Þetta er virkilega svekkjandi. Ég var kominn í nýtt lið og spennandi tímabil framundan,“ sagði Rafn Andri á síðunni. „[...] en svona er þetta bara. Ég þarf að fara í aðgerð og spila ekkert meira á þessu tímabili.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×