Enski boltinn

Chelsea endurheimti toppsætið með stæl

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Salomon Kalou fagnar einu þriggja marka sinna í dag.
Salomon Kalou fagnar einu þriggja marka sinna í dag. Nordic Photos / Getty Images

Chelsea endurheimti í dag toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 7-0 stórsigri á Stoke á heimavelli sínum í dag.

Þegar tvær umferðir eru eftir af deildakeppninni er Chelsea með eins stigs forystu á Manchester United.

En með sigrinum í dag er markahlutfall Chelsea talsvert betra en hjá United. Chelsea er með 61 mark í plús en United 53.

Athygli vakti Didier Drogba, næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar, var ekki meðal markaskorara Chelsea í leiknum.

Salomon Kalou skoraði hins vegar þrennu, Frank Lampard tvö og þeir Daniel Sturridge og Florent Malouda eitt hvor.

Mörkin verður hægt að sjá á Vísi eftir skamma stund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×